Lennon og Sutton áttu að fjalla um leik Rangers og Lyon í Evrópudeildinni fyrir BT Sport. Þeim var hins vegar meinað að mæta á Ibrox og þurftu því að fjalla um leikinn frá myndveri BT Sport í London.
Rangers sagði að Lennon og Sutton mættu ekki mæta á Ibrox vegna hertra öryggisreglna. Ally McCoist og David Weir mættu hins vegar á Ibrox fyrir BT Sport en þeir eru báðir fyrrverandi leikmenn Rangers. McCoist þjálfaði einnig liðið um tíma.
Sutton lýsti yfir óánægju sinni með ákvörðun Rangers á Twitter í gær. Hann varð fjórum sinnum skoskur meistari með Celtic.
I m not allowed to work on the Celtic game tonight from a studio at Ibrox along with Neil Lennon as Stewart Robertson the Rangers CEO says we are a security risk. Good to see Rangers ground breaking diversity and inclusion campaign Everyone Anyone is working well
— Chris Sutton (@chris_sutton73) September 16, 2021
Lennon var rekinn sem knattspyrnustjóri Celtic í febrúar á þessu ári. Hann tók aftur við liðinu 2019 eftir að hafa stýrt því á árunum 2010-14. Lennon hefur alls tíu sinnum orðið Skotlandsmeistari með Celtic, fimm sinnum sem stjóri og fimm sinnum sem leikmaður, og átta sinnum bikarmeistari.
Lyon vann leikinn gegn Rangers í gær með tveimur mörkum gegn engu.