Fátækar fjölskyldur í menntakerfinu Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. september 2021 11:01 Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Félagsmál Hagsmunir stúdenta Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun