Á leið út og nær ekki að bæta 45 ára gamalt markamet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 11:01 Pétur Theodór Árnason kvaddi Gróttu með fernu. vísir/hag Pétur Theodór Árnason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Gróttu og á því ekki lengur möguleika á að slá markametið í næstefstu deild. Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti