Ísland, land fákeppninnar Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. september 2021 12:00 Það sem skiptir felst heimili landsins miklu máli er aukinn kaupmáttur og auknar ráðstöfunartekjur. Stærstu útgjaldaliðir heimila eru skattar, fasteignalán eða leiga, vextir, dagvara og tryggingar. Því miður höfum við tekið þá ákvörðun að hamla raunverulegri samkeppni á flestum sviðum með því að halda í gjaldmiðil sem enginn notar utan Íslands, gjaldmiðil sem enginn vill brúka til verslunar og viðskipta nema við. Það eitt og sér kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni í bankastarfssemi sem þýðir margfalt hærri vaxtagjöld heimilanna. Krónan kemur í veg fyrir samkeppni í tryggingastarfsemi sem þýðir margfalt hærri iðgjöld fyrir heimilin. Hún kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni á dagvörumarkaði sem leiðir til hærri matarútgjalda. Fákeppnin er okkur lifandi að drepa. Krónan viðheldur fákeppni og heldur ráðstöfunartekjum okkar niðri. Þessi tekjutilfærsla er réttlætt í nafni sjálfstæðis og frelsis. Sumir flokkar vilja standa vörð um þjóðfrelsið líkt og um sé að ræða fornminjar sem vernda þurfi á Þjóðminjasafninu. Ég hef ekki efni á því að loka sjálfstæðið og frelsið inni. Ég vil frekar nota frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar til að bæta hér lífskjör allra. Því miður hafa þúsundir Íslendinga flúið fákeppnina og komið sér fyrir í löndum þar sem stöðugleiki, frelsi, tækifæri og samkeppni er raunveruleikinn en ekki frasar fyrir kosningar. Þegar upp verður staðið mun ég verða af ráðstöfunartekjum sem jafngilda verðmæti fasteignar minnar. Allt í nafni úreltrar þjóðernishyggju 19. aldar. Mig munar um þessa peninga um hver mánaðarmót. Hvað með þig? Það er m.a. vegna þessa sem ég mun kjósa Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það sem skiptir felst heimili landsins miklu máli er aukinn kaupmáttur og auknar ráðstöfunartekjur. Stærstu útgjaldaliðir heimila eru skattar, fasteignalán eða leiga, vextir, dagvara og tryggingar. Því miður höfum við tekið þá ákvörðun að hamla raunverulegri samkeppni á flestum sviðum með því að halda í gjaldmiðil sem enginn notar utan Íslands, gjaldmiðil sem enginn vill brúka til verslunar og viðskipta nema við. Það eitt og sér kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni í bankastarfssemi sem þýðir margfalt hærri vaxtagjöld heimilanna. Krónan kemur í veg fyrir samkeppni í tryggingastarfsemi sem þýðir margfalt hærri iðgjöld fyrir heimilin. Hún kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni á dagvörumarkaði sem leiðir til hærri matarútgjalda. Fákeppnin er okkur lifandi að drepa. Krónan viðheldur fákeppni og heldur ráðstöfunartekjum okkar niðri. Þessi tekjutilfærsla er réttlætt í nafni sjálfstæðis og frelsis. Sumir flokkar vilja standa vörð um þjóðfrelsið líkt og um sé að ræða fornminjar sem vernda þurfi á Þjóðminjasafninu. Ég hef ekki efni á því að loka sjálfstæðið og frelsið inni. Ég vil frekar nota frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar til að bæta hér lífskjör allra. Því miður hafa þúsundir Íslendinga flúið fákeppnina og komið sér fyrir í löndum þar sem stöðugleiki, frelsi, tækifæri og samkeppni er raunveruleikinn en ekki frasar fyrir kosningar. Þegar upp verður staðið mun ég verða af ráðstöfunartekjum sem jafngilda verðmæti fasteignar minnar. Allt í nafni úreltrar þjóðernishyggju 19. aldar. Mig munar um þessa peninga um hver mánaðarmót. Hvað með þig? Það er m.a. vegna þessa sem ég mun kjósa Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar