Atvinnurógur verður almannarómur – stéttarfélögum sjómanna svarað Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 17. september 2021 12:45 Þrjú stéttarfélög sjómanna birtu auglýsingu í gær þar sem því er haldið fram að útgerðarmenn stjórni því hvar hagnaður í virðiskeðju sjávarútvegs verður til. Samkvæmt grein sem formenn stéttarfélaganna birtu í framhaldinu, virðist kenningin vera sú að verðmæti sjávarafurða sé með skipulegum hætti vantalið við flutning úr landi. Og af þeirri ástæðu telja formennirnir þrír, að ganga megi út frá að laun sjómanna, skattgreiðslur og opinber gjöld séu vantalin – að það sé verið að svindla, líkt og þeir orða það sjálfir. Ásakanir í þessa veru hafa heyrst áður, því miður allt of oft í tengslum við kjaraviðræður. Líklega vegna þess að það hentar. Máli sínu til stuðnings vísa þremenningarnir nú til skýrslu frá árinu 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Enginn rökstuddur grunur um skipulagt lögbrot í sjávarútvegi Fyrst ber að nefna, að ekki er staðhæft í nefndri skýrslu að það „vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar [hann] (sic.) er skráður úr landi,“ líkt og staðhæft er í grein þremenninganna. Sagt var í nefndri skýrslu að greiningin, sem tók til áranna 1990-2014 útilokaði „ekki þann möguleika að 8,3% hærra skráð innflutningsverð í móttökulöndunum gæti innihaldið milliverðlagningarþátt.“ Hér verður að árétta sérstaklega að um möguleika var að ræða, að milliverðlagning gæti skýrt hluta hærri skráningar innflutningsverð í móttökulandi. Líkt og fjallað er um í skýrslunni getur misræmi til að mynda átt rætur í kostnaði við flutning, tryggingum og umsýslu, þ.e. mun á CIF og FOB, gæðum gagna, ólíkum skráningum afurða á milli landa, gengissveiflum og tímamismun. Þess má geta að algengur munur á CIF og FOB er 10-20%. Ofangreind niðurstaða um 8,3% fellur því vel að þessu. Orðrétt segir síðan „að greina þarf gögnin mun betur til þess að fá úr því skorið með nokkurri vissu hvort ólögleg milliverðlagning í vöruviðskiptum hafi tíðkast í einhverjum mæli á Íslandi á tímabilinu 1990-2014“. Með vöruviðskiptum er átt við öll vöruviðskipti en ekki bara viðskipti með sjávarafurðir. Spegilrannsóknir með gögnum Comtrade, líkt og framkvæmdar voru í nefndri skýrslu, eru í raun ómögulegar ef markmiðið er að fanga einhverra raunsanna mynd. Um það eru til fjöldi rannsókna og greina. Þetta á jafnframt við allar vörur og milliríkjaviðskipti allra landa. Í dæmaskyni má nefna að verðmæti sjávarafurða í innflutningslandi reynist oft lægra en það útflutningsverðmæti sem skráð er heimafyrir. Þannig verður óvænt „lækkun í hafi“, sem kemur þremenningunum vafalaust á óvart. Myndin hér fyrir neðan sýnir útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi til þriggja landa borin saman við gögn viðkomandi landa um innflutning frá Íslandi. Á myndinni má einnig sjá sama dæmið sett upp fyrir Noreg. Myndin staðfestir með öðrum orðum, að lækkun í hafi er eins líkleg og hækkun í hafi og svona mismunur á einnig við Noreg, líkt og öll önnur lönd. Það hlýtur að valda þeim vonbrigðum sem telja sig sjá svik og svindl hvert sem litið er. Af þessu öllu leiðir þó með óyggjandi hætti, að enginn rökstuddur grunur er til staðar um að „útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni“, líkt og haldið er fram í grein þremenninganna. Engar slíkar ályktanir eru heldur dregnar í nefndri skýrslu frá árinu 2016. Lög tryggja armslengdarviðskipti tengdra aðila Í öðru lagi fjallaði skýrslan um fortíð, en í umfjöllun um milliverðlagningu lágu fyrir gögn um milliríkjaviðskipti frá árinu 1990 til ársins 2014. Árið 2013 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um tekjuskatt, þar sem lögfest voru sérstök ákvæði um milliverðlagningu. Breyting tók gildi 1. janúar 2014. Hið nýja ákvæði byggði á tillögu starfshóps sem var falið að skoða þessi mál frá skattalegu sjónarmiði. Frá þeim tíma hefur því verið í gildi ákvæði sem ætlað er að tryggja að verðákvörðun í viðskiptum tengdra lögaðila sé í samræmi við verð í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila, þ.e. að verð sé í samræmi við svokallaða armslengdarreglu. Ákvæðið á við óháð því hvort innlendur lögaðili á í viðskiptum við innlendan eða erlendan lögaðila sem honum er tengdur. Á mannamáli þýðir þetta að sjávarútvegsfyrirtæki hafa það ekki í hendi sér hvar hagnaður í virðiskeðju sjávarútvegs verður til. Hvorki sjómenn né opinberir aðilar hafa því verið hlunnfarnir. Þessu tengt má einnig nefna, að í kjölfar skýrslunnar frá árinu 2016, komu út tvær skýrslur þar sem efni upphaflegu skýrslunnar var enn til umfjöllunar. Önnur þeirra fjallaði meðal annars um milliverðlagningu og faktúrufölsun. Í henni voru lagðar til aðgerðir til að treysta lagaumgjörð og regluverk þessu tengt. Þá hafa aukinheldur verið innleidd í stjórnvaldsfyrirmæli tilmæli OECD er varða skattahagræðingu, þ.m.t. milliverðlagningu. Allt þetta virðist hafa farið fram hjá þremenningunum, því miður. Hækkun í excel Í þriðja lagi verður að telja nokkurn veldisvöxt í mati þremenningana á mögulegu umfangi meintrar ólögmætrar milliverðlagningar á fyrrgreindum árum. Samkvæmt skýrslunni var með einfaldri nálgun talið að umfang tengt ólögmætri milliverðlagningu alls inn- og útflutnings vöru og þjónustu hér á landi hafi hugsanlega verið rúmlega 2,5 milljarðar króna ár hvert á fyrrgreindu tímabili. Í máli þremenninganna er því haldið fram að 20 milljarðar króna séu faldir í meintu milliverðlagningarsvindli sjávarútvegsfyrirtækja ár hvert. Þetta stenst ekki nokkra skoðun. Svartir sauðir og aðrir Í fjórða og síðasta lagi gera Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þá kröfu til sinna félagsmanna að lögum sé í hvívetna fylgt. Kerfisbundið svindl þar sem viðskipti með sjávarafurðir fá meðhöndlun fjölda aðila, má fyrir fram telja nokkuð langsótt. Í undantekningartilvikum getur misbrestur því miður orðið þegar kemur að framfylgni við lög, hvort heldur af ásetningi eða gáleysi. Þá er það á ábyrgð yfirvalda að rannsaka og komast að niðurstöðu. Hvað sem því hins vegar líður, má í öllu falli vekja athygli á, að í nefndri skýrslu eru leiddar að því líkur, að á árunum 1990-2014 hafi „einn af hverjum tíu inn- og útflytjendum [...] ástundað ólögmæta milliverðlagningu, en aðrir ekki.“ Þegar af þessari ástæðu, verður aldrei fallist á svívirðilegar ásakanir þremenninganna um að útgerðarmenn allir séu vændir um alvarleg lögbrot. Til hvers er barist? Senn líður að kosningum og stjórnmálaflokkar keppast við að lofa að uppfylla allar óskir hinna ýmsu hagsmunahópa. Sjávarútvegur hefur engar óskir eða ófrávíkjanlegar kröfur, heldur treystir því að við alla umgjörð sjávarútvegs sé sjálfbærni höfð að leiðarljósi – að skilningur sé á hinu vandasama samspili umhverfis, hagkvæmni og samfélags. Þannig verða verðmæti hámörkuð fyrir heildina, nú sem fyrr. Sú kosningarherferð stéttarfélaganna þriggja, þar sem skorað er á stjórnmálaflokka að tæta í sundur veigamestu þættina sem skapað hafa þá stöðu að íslenskir sjómenn eru hæst launaðasta stétt í landinu og hæst launuðustu sjómenn heims, hlýtur að byggjast á einhverju öðru en umhyggju fyrir afkomu sjómanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrjú stéttarfélög sjómanna birtu auglýsingu í gær þar sem því er haldið fram að útgerðarmenn stjórni því hvar hagnaður í virðiskeðju sjávarútvegs verður til. Samkvæmt grein sem formenn stéttarfélaganna birtu í framhaldinu, virðist kenningin vera sú að verðmæti sjávarafurða sé með skipulegum hætti vantalið við flutning úr landi. Og af þeirri ástæðu telja formennirnir þrír, að ganga megi út frá að laun sjómanna, skattgreiðslur og opinber gjöld séu vantalin – að það sé verið að svindla, líkt og þeir orða það sjálfir. Ásakanir í þessa veru hafa heyrst áður, því miður allt of oft í tengslum við kjaraviðræður. Líklega vegna þess að það hentar. Máli sínu til stuðnings vísa þremenningarnir nú til skýrslu frá árinu 2016 um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Enginn rökstuddur grunur um skipulagt lögbrot í sjávarútvegi Fyrst ber að nefna, að ekki er staðhæft í nefndri skýrslu að það „vanti 8,3% upp á verðmæti afurðanna þegar [hann] (sic.) er skráður úr landi,“ líkt og staðhæft er í grein þremenninganna. Sagt var í nefndri skýrslu að greiningin, sem tók til áranna 1990-2014 útilokaði „ekki þann möguleika að 8,3% hærra skráð innflutningsverð í móttökulöndunum gæti innihaldið milliverðlagningarþátt.“ Hér verður að árétta sérstaklega að um möguleika var að ræða, að milliverðlagning gæti skýrt hluta hærri skráningar innflutningsverð í móttökulandi. Líkt og fjallað er um í skýrslunni getur misræmi til að mynda átt rætur í kostnaði við flutning, tryggingum og umsýslu, þ.e. mun á CIF og FOB, gæðum gagna, ólíkum skráningum afurða á milli landa, gengissveiflum og tímamismun. Þess má geta að algengur munur á CIF og FOB er 10-20%. Ofangreind niðurstaða um 8,3% fellur því vel að þessu. Orðrétt segir síðan „að greina þarf gögnin mun betur til þess að fá úr því skorið með nokkurri vissu hvort ólögleg milliverðlagning í vöruviðskiptum hafi tíðkast í einhverjum mæli á Íslandi á tímabilinu 1990-2014“. Með vöruviðskiptum er átt við öll vöruviðskipti en ekki bara viðskipti með sjávarafurðir. Spegilrannsóknir með gögnum Comtrade, líkt og framkvæmdar voru í nefndri skýrslu, eru í raun ómögulegar ef markmiðið er að fanga einhverra raunsanna mynd. Um það eru til fjöldi rannsókna og greina. Þetta á jafnframt við allar vörur og milliríkjaviðskipti allra landa. Í dæmaskyni má nefna að verðmæti sjávarafurða í innflutningslandi reynist oft lægra en það útflutningsverðmæti sem skráð er heimafyrir. Þannig verður óvænt „lækkun í hafi“, sem kemur þremenningunum vafalaust á óvart. Myndin hér fyrir neðan sýnir útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi til þriggja landa borin saman við gögn viðkomandi landa um innflutning frá Íslandi. Á myndinni má einnig sjá sama dæmið sett upp fyrir Noreg. Myndin staðfestir með öðrum orðum, að lækkun í hafi er eins líkleg og hækkun í hafi og svona mismunur á einnig við Noreg, líkt og öll önnur lönd. Það hlýtur að valda þeim vonbrigðum sem telja sig sjá svik og svindl hvert sem litið er. Af þessu öllu leiðir þó með óyggjandi hætti, að enginn rökstuddur grunur er til staðar um að „útgerðarmenn svindli á sjómönnum og þjóðinni“, líkt og haldið er fram í grein þremenninganna. Engar slíkar ályktanir eru heldur dregnar í nefndri skýrslu frá árinu 2016. Lög tryggja armslengdarviðskipti tengdra aðila Í öðru lagi fjallaði skýrslan um fortíð, en í umfjöllun um milliverðlagningu lágu fyrir gögn um milliríkjaviðskipti frá árinu 1990 til ársins 2014. Árið 2013 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um tekjuskatt, þar sem lögfest voru sérstök ákvæði um milliverðlagningu. Breyting tók gildi 1. janúar 2014. Hið nýja ákvæði byggði á tillögu starfshóps sem var falið að skoða þessi mál frá skattalegu sjónarmiði. Frá þeim tíma hefur því verið í gildi ákvæði sem ætlað er að tryggja að verðákvörðun í viðskiptum tengdra lögaðila sé í samræmi við verð í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila, þ.e. að verð sé í samræmi við svokallaða armslengdarreglu. Ákvæðið á við óháð því hvort innlendur lögaðili á í viðskiptum við innlendan eða erlendan lögaðila sem honum er tengdur. Á mannamáli þýðir þetta að sjávarútvegsfyrirtæki hafa það ekki í hendi sér hvar hagnaður í virðiskeðju sjávarútvegs verður til. Hvorki sjómenn né opinberir aðilar hafa því verið hlunnfarnir. Þessu tengt má einnig nefna, að í kjölfar skýrslunnar frá árinu 2016, komu út tvær skýrslur þar sem efni upphaflegu skýrslunnar var enn til umfjöllunar. Önnur þeirra fjallaði meðal annars um milliverðlagningu og faktúrufölsun. Í henni voru lagðar til aðgerðir til að treysta lagaumgjörð og regluverk þessu tengt. Þá hafa aukinheldur verið innleidd í stjórnvaldsfyrirmæli tilmæli OECD er varða skattahagræðingu, þ.m.t. milliverðlagningu. Allt þetta virðist hafa farið fram hjá þremenningunum, því miður. Hækkun í excel Í þriðja lagi verður að telja nokkurn veldisvöxt í mati þremenningana á mögulegu umfangi meintrar ólögmætrar milliverðlagningar á fyrrgreindum árum. Samkvæmt skýrslunni var með einfaldri nálgun talið að umfang tengt ólögmætri milliverðlagningu alls inn- og útflutnings vöru og þjónustu hér á landi hafi hugsanlega verið rúmlega 2,5 milljarðar króna ár hvert á fyrrgreindu tímabili. Í máli þremenninganna er því haldið fram að 20 milljarðar króna séu faldir í meintu milliverðlagningarsvindli sjávarútvegsfyrirtækja ár hvert. Þetta stenst ekki nokkra skoðun. Svartir sauðir og aðrir Í fjórða og síðasta lagi gera Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þá kröfu til sinna félagsmanna að lögum sé í hvívetna fylgt. Kerfisbundið svindl þar sem viðskipti með sjávarafurðir fá meðhöndlun fjölda aðila, má fyrir fram telja nokkuð langsótt. Í undantekningartilvikum getur misbrestur því miður orðið þegar kemur að framfylgni við lög, hvort heldur af ásetningi eða gáleysi. Þá er það á ábyrgð yfirvalda að rannsaka og komast að niðurstöðu. Hvað sem því hins vegar líður, má í öllu falli vekja athygli á, að í nefndri skýrslu eru leiddar að því líkur, að á árunum 1990-2014 hafi „einn af hverjum tíu inn- og útflytjendum [...] ástundað ólögmæta milliverðlagningu, en aðrir ekki.“ Þegar af þessari ástæðu, verður aldrei fallist á svívirðilegar ásakanir þremenninganna um að útgerðarmenn allir séu vændir um alvarleg lögbrot. Til hvers er barist? Senn líður að kosningum og stjórnmálaflokkar keppast við að lofa að uppfylla allar óskir hinna ýmsu hagsmunahópa. Sjávarútvegur hefur engar óskir eða ófrávíkjanlegar kröfur, heldur treystir því að við alla umgjörð sjávarútvegs sé sjálfbærni höfð að leiðarljósi – að skilningur sé á hinu vandasama samspili umhverfis, hagkvæmni og samfélags. Þannig verða verðmæti hámörkuð fyrir heildina, nú sem fyrr. Sú kosningarherferð stéttarfélaganna þriggja, þar sem skorað er á stjórnmálaflokka að tæta í sundur veigamestu þættina sem skapað hafa þá stöðu að íslenskir sjómenn eru hæst launaðasta stétt í landinu og hæst launuðustu sjómenn heims, hlýtur að byggjast á einhverju öðru en umhyggju fyrir afkomu sjómanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun