Umfjöllun: Leiknir - Keflavík 0-1 | Mikilvægur sigur Keflvíkinga í fallbaráttuslag Sverrir Mar Smárason skrifar 19. september 2021 16:55 Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur í dag. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu mikilvægan 0-1 sigur þegar að liðið heimsótti Leikni í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla. Leiknismenn byrjuðu betur í upphafi fyrri hálfleiks og sköpuðu sér tækifæri til þess að skora en náðu ekki að nýta þau. Keflavíkurliðið sótti í sig veðrið og það voru þeir sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 23.mínútu. Marley Blair, sóknarmaður Keflavíkur, átti þá góðan sprett frá vinstri vængnum inn á miðjan völlinn og var tekinn niður fyrir utan teig Leiknis. Joey Gibbs tók spyrnuna, gerði sér lítið fyrir og skoraði með góði skoti yfir vegginn. Óverjandi fyrir Guy Smit í marki Leiknis. Leikurinn var mjög opinn og bæði lið sköpuðu sér ákjósanleg marktækifæri. Leiknismenn að mörgu leyti með yfirhöndina úti á velli eins og sagt er en Keflvíkingar alltaf hættulegir í skyndisóknum sínum. Manga Escobar, sóknarmaður Leiknis, fékk besta færi fyrri hálfleiksins eftir að hann setti góða pressu á Ástbjörn Þórðarson, vann af honum boltann og komst einn gegn Sindra Kristni, markverði Keflavíkur. Skotið frá Manga var ekki nægilega gott og Sindri Kristinn varði frá honum. Hálfleikstölur 0-1, Keflavík í vil. Síðari hálfleikur var, líkt og sá fyrri, mjög opinn og skemmtilegur. Aðeins fjórum mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst vildu Leiknismenn fá vítaspyrnu. Árni Elvar, leikmaður Leiknis, komst þá með boltann inn í teig Keflavíkur með varnarmann í bakinu, féll og taldi hafa verið brotið á sér. Helgi Mikael, dómari leiksins, dæmdi ekkert og Leiknismenn verulega ósáttir. Rúmum tíu mínútum síðar vildu þeir svo aftur fá víti. Emil Berger átti þá góða sendingu fyrir markið á Daníel Finns sem tók illa við boltanum og virtist svo hafa verið felldur af Sindra Kristni, markmanni Keflavíkur. Aftur dæmdi Helgi Mikael ekkert og Leiknismenn orðnir mjög heitir. Keflvíkingar vildu svo einnig fá víti stuttu seinna þegar Hjalti Sigurðsson, varnarmaður Leiknis, kom aftan að Joey Gibbs inni í teig Leiknis. Gibbs féll en Hjalti virtist þó hafa tekið boltann í því návígi. Leiknismenn herjuðu á vörn Keflavíkur undir lok leiksins, reyndu mörg skot utan teigs og fengu fjöldann allan af hornspyrnum. Ekki tókst þeim að jafna leikinn og Keflvíkingar stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar. Af hverju vann Keflavík? Þeir skoruðu eina markið. Gull mark beint úr aukaspyrnu þurfti til. Eftir markið voru þeir skipulagðir í sínum varnarleik og Leiknismenn oft á tíðum ráðalausir þegar þeir komu inn á loka þriðjung vallarins. Hverjir stóðu upp úr? Joey Gibbs skoraði virkilega gott mark og var oft á tíðum mjög hættulegur. Hafsentar Leiknis voru í vandræðum með hann. Varnarhjartað hjá Keflavík voru einnig mjög góðir. Nacho Heras og Magnús Þór í vörninni og Frans Elvarsson fyrir framan þá. Skiluðu sínu í dag, stoppuðu fjölmargar sóknir Leiknis og héldu hreinu. Hvað hefði mátt fara betur? Líkt og í mörgum leikjum voru Leiknismenn mjög góðir í sínum sóknaruppbyggingum en virkuðu oft ráðalausir þegar komið var að því að skapa færi og skora mörk. Hvað gerist næst? Með sigrinum fer Keflavík í 21 stig í deildinni en sitja áfram í 9.sæti. Þeir færast nær öruggu sæti í deildinni á næsta tímabili. Næsti leikur þeirra í deildinni er gegn ÍA, sem einnig eru í harðri fallbaráttu, laugardaginn 25.september kl. 14:00 í Keflavík. Leiknismenn eru áfram í 8.sæti með 22 stig. Nokkuð öruggir með sæti sitt í deildinni á næsta tímabili en þó getur allt gerst. Þeir spila við Víking Reykjavík næstkomandi laugardag í Víkinni kl. 14:00. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn
Keflvíkingar unnu mikilvægan 0-1 sigur þegar að liðið heimsótti Leikni í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla. Leiknismenn byrjuðu betur í upphafi fyrri hálfleiks og sköpuðu sér tækifæri til þess að skora en náðu ekki að nýta þau. Keflavíkurliðið sótti í sig veðrið og það voru þeir sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 23.mínútu. Marley Blair, sóknarmaður Keflavíkur, átti þá góðan sprett frá vinstri vængnum inn á miðjan völlinn og var tekinn niður fyrir utan teig Leiknis. Joey Gibbs tók spyrnuna, gerði sér lítið fyrir og skoraði með góði skoti yfir vegginn. Óverjandi fyrir Guy Smit í marki Leiknis. Leikurinn var mjög opinn og bæði lið sköpuðu sér ákjósanleg marktækifæri. Leiknismenn að mörgu leyti með yfirhöndina úti á velli eins og sagt er en Keflvíkingar alltaf hættulegir í skyndisóknum sínum. Manga Escobar, sóknarmaður Leiknis, fékk besta færi fyrri hálfleiksins eftir að hann setti góða pressu á Ástbjörn Þórðarson, vann af honum boltann og komst einn gegn Sindra Kristni, markverði Keflavíkur. Skotið frá Manga var ekki nægilega gott og Sindri Kristinn varði frá honum. Hálfleikstölur 0-1, Keflavík í vil. Síðari hálfleikur var, líkt og sá fyrri, mjög opinn og skemmtilegur. Aðeins fjórum mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst vildu Leiknismenn fá vítaspyrnu. Árni Elvar, leikmaður Leiknis, komst þá með boltann inn í teig Keflavíkur með varnarmann í bakinu, féll og taldi hafa verið brotið á sér. Helgi Mikael, dómari leiksins, dæmdi ekkert og Leiknismenn verulega ósáttir. Rúmum tíu mínútum síðar vildu þeir svo aftur fá víti. Emil Berger átti þá góða sendingu fyrir markið á Daníel Finns sem tók illa við boltanum og virtist svo hafa verið felldur af Sindra Kristni, markmanni Keflavíkur. Aftur dæmdi Helgi Mikael ekkert og Leiknismenn orðnir mjög heitir. Keflvíkingar vildu svo einnig fá víti stuttu seinna þegar Hjalti Sigurðsson, varnarmaður Leiknis, kom aftan að Joey Gibbs inni í teig Leiknis. Gibbs féll en Hjalti virtist þó hafa tekið boltann í því návígi. Leiknismenn herjuðu á vörn Keflavíkur undir lok leiksins, reyndu mörg skot utan teigs og fengu fjöldann allan af hornspyrnum. Ekki tókst þeim að jafna leikinn og Keflvíkingar stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar. Af hverju vann Keflavík? Þeir skoruðu eina markið. Gull mark beint úr aukaspyrnu þurfti til. Eftir markið voru þeir skipulagðir í sínum varnarleik og Leiknismenn oft á tíðum ráðalausir þegar þeir komu inn á loka þriðjung vallarins. Hverjir stóðu upp úr? Joey Gibbs skoraði virkilega gott mark og var oft á tíðum mjög hættulegur. Hafsentar Leiknis voru í vandræðum með hann. Varnarhjartað hjá Keflavík voru einnig mjög góðir. Nacho Heras og Magnús Þór í vörninni og Frans Elvarsson fyrir framan þá. Skiluðu sínu í dag, stoppuðu fjölmargar sóknir Leiknis og héldu hreinu. Hvað hefði mátt fara betur? Líkt og í mörgum leikjum voru Leiknismenn mjög góðir í sínum sóknaruppbyggingum en virkuðu oft ráðalausir þegar komið var að því að skapa færi og skora mörk. Hvað gerist næst? Með sigrinum fer Keflavík í 21 stig í deildinni en sitja áfram í 9.sæti. Þeir færast nær öruggu sæti í deildinni á næsta tímabili. Næsti leikur þeirra í deildinni er gegn ÍA, sem einnig eru í harðri fallbaráttu, laugardaginn 25.september kl. 14:00 í Keflavík. Leiknismenn eru áfram í 8.sæti með 22 stig. Nokkuð öruggir með sæti sitt í deildinni á næsta tímabili en þó getur allt gerst. Þeir spila við Víking Reykjavík næstkomandi laugardag í Víkinni kl. 14:00.