Fótbolti

Bayernstjarna í hjartaaðgerð

Sindri Sverrisson skrifar
Kingsley Coman verður ekki með Bayern næstu tvær vikur hið minnsta.
Kingsley Coman verður ekki með Bayern næstu tvær vikur hið minnsta. Getty/Alex Gottschalk

Ein af stjörnum Þýskalandsmeistara Bayern München, Kingsley Coman, verður frá keppni á næstunni eftir að hafa farið í aðgerð vegna hjartatruflana.

Coman, sem er 25 ára Frakki, kom inn á sem varamaður í 3-0 sigri Bayern gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. Daginn eftir, í gær, fór hann í aðgerðina. Í yfirlýsingu frá Bayern segir að aðgerðin hafi heppnast vel.

„Hann hefur glímt við smávægilegt vandamál með hjartsláttinn. Honum líður virkilega vel og finnur bara smásársauka við sárið. Þegar það gróir byrjar hann smám saman að æfa að fullu. Það ætti ekki að taka meira en 10-14 daga fyrir hann að byrja að æfa aftur af fullum krafti,“ sagði Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, á blaðamannafundi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×