Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Anfield og Stamford Bridge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2021 09:00 Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson fyrir utan Anfield leikvanginn. Skjámynd/S2 Sport Íþróttadeild Sýn átti góða fulltrúa á Meistaradeildarleikjum Chelsea og Liverpool í vikunni. Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson voru fyrir hönd Stöð 2 Sport á leikjunum tveimur á Brúnni og Anfield. Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool Meistaradeild Evrópu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira