Tökum í hornin á tudda Aldís Schram skrifar 18. september 2021 08:00 „Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Kynferðisofbeldi MeToo Dómstólar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun