Tökum í hornin á tudda Aldís Schram skrifar 18. september 2021 08:00 „Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Kynferðisofbeldi MeToo Dómstólar Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar