Við erum öll hinsegin Viðar Eggertsson skrifar 19. september 2021 22:00 Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Það sem við gleymum oft í umræðunni um hinsegin málefni er hvernig það er að eldast sem hinsegin manneskja. Hvaða ráðstafanir þurfum við að gera? Og hvað - með fólk sem er að viðurkenna fyrir fjölskyldu og vinum núna, mjög seint á lífsleiðinni að „koma út úr skápnum" eins og við kölluðum þetta í denn. Hinsegin eldri borgarar í dag hafa oft þurft að taka á sig byrðar og ójöfn tækifæri. Orðið fyrir aðkast og hverskyns misrétti. Hópur sem hefur haldið stoltur uppi merki réttlætis og mannréttindabaráttu.. Þetta er hópur fólks sem er kannski lítill í stóra samhenginu, en er fólkið sem barðist fyrir réttindum þínum til þess að fá að vera þú. Viljum við ekki öll fá að vera við sjálf? Fjölbreytileikinn er fallegur og við í Samfylkinginunni viljum að það sé fallegt að eldast - líka sem hinsegin manneskja. Það gerist ekki nema við aukum jöfnuð, styðjum við hinsegin málefni - og síðast en ekki síst: Aukum við stuðning fyrir eldri borgara, líka hinsegin eldri borgara. Hinsegin fólk er á öllum aldri, og það hvernig við tökum fyrsta skrefið í þessum málefnum er það sem skiptir máli. Við skiptum öll máli. Hvort sem við erum svona eða hinsegin. Við eigum samleið því öll erum við einstök. Við eigum samleið um betra líf fyrir okkur öll. Við erum öll hinsegin – á einn eða annan hátt. Höfundur er leikstjóri, hommi, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Hinsegin Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Það sem við gleymum oft í umræðunni um hinsegin málefni er hvernig það er að eldast sem hinsegin manneskja. Hvaða ráðstafanir þurfum við að gera? Og hvað - með fólk sem er að viðurkenna fyrir fjölskyldu og vinum núna, mjög seint á lífsleiðinni að „koma út úr skápnum" eins og við kölluðum þetta í denn. Hinsegin eldri borgarar í dag hafa oft þurft að taka á sig byrðar og ójöfn tækifæri. Orðið fyrir aðkast og hverskyns misrétti. Hópur sem hefur haldið stoltur uppi merki réttlætis og mannréttindabaráttu.. Þetta er hópur fólks sem er kannski lítill í stóra samhenginu, en er fólkið sem barðist fyrir réttindum þínum til þess að fá að vera þú. Viljum við ekki öll fá að vera við sjálf? Fjölbreytileikinn er fallegur og við í Samfylkinginunni viljum að það sé fallegt að eldast - líka sem hinsegin manneskja. Það gerist ekki nema við aukum jöfnuð, styðjum við hinsegin málefni - og síðast en ekki síst: Aukum við stuðning fyrir eldri borgara, líka hinsegin eldri borgara. Hinsegin fólk er á öllum aldri, og það hvernig við tökum fyrsta skrefið í þessum málefnum er það sem skiptir máli. Við skiptum öll máli. Hvort sem við erum svona eða hinsegin. Við eigum samleið því öll erum við einstök. Við eigum samleið um betra líf fyrir okkur öll. Við erum öll hinsegin – á einn eða annan hátt. Höfundur er leikstjóri, hommi, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar