Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason skrifar 20. september 2021 07:00 Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sveitarstjórnarmál Bragi Bjarnason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun