Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason skrifar 20. september 2021 07:00 Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sveitarstjórnarmál Bragi Bjarnason Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun