Íslenski boltinn

Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason sést hér slá Þórð Ingason með krepptum hnefa.
Kjartan Henry Finnbogason sést hér slá Þórð Ingason með krepptum hnefa. Skjámynd/S2 Sport

KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann.

Það varð allt vitlaust í uppbótartíma leiksins á Meistaravöllum eftir að mikil þvaga skapaðist upp við mark Víkings. Kári Árnason virtist taka Sölva á þetta og fórna höfðinu til að bjarga marki en Þorvaldur Árnason dómari dæmdi á endanum víti á Kára.

Kannski fyrir hendi en kannski fyrir að hindra Kristján Flóka Finnbogason. Kári vissi ekki á hvað var dæmt í viðtölum eftir leikinn.

Áður hafði Þorvaldur aftur á móti rekið Kjartan Henry af velli með rautt spjald.

Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald en hann blandaði sér í lætin inn á vellinum.

KR-ingar voru mjög ósáttir með afskipti Þórðar og þá sérstaklega Theodór Elmar Bjarnason sem reyndi að henda honum í burtu. Það var þó einn KR-ingur sem gekk lengra en allir aðrir.

Kjartan Henry var ekkert í þvögunni til að byrja með en kom síðan askvaðandi og sló Þórð með krepptum hnefa. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan.

Klippa: Slagsmálin undir lok leiks KR og Víkings

Uppfært: Kjartan Henry hefur nú beðið afsökunar á framkomu sinni og má sjá fréttina um það hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×