Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 10:19 Fjölmörg hús eru í vegi hraunstraumsins. AP Photo/Jonathan Rodriguez) Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. Sjá mátti reykjarsúlur stiga upp til himins klukkan korter yfir þrjú að staðartíma í gær í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þar með hófst fyrsta eldgosið á La Palma í 40 ár. Lava from inside a home, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/yXEzTHwyNe— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Eldgosið er kraftmikið og stefnir töluverður hraunstraumur í átt að Atlantshafinu. Á myndum á samfélagsmiðlum má sjá hvernig hraunstraumurinn hefur runnið yfir hús í grennd við gosstöðvarnar. Mest hefur tjónið verið í þorpinu El Paso þar sem tuttugu hús hafa eyðilagst, en óttast er að eyðileggingin verði meiri í nærliggjandi þorpum. Lava swallowing homes, today in La Palma, Canary Island pic.twitter.com/FFJASdpxGf— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Ólíklegt er þó talið af mannfólki stafi hætti af eldgosinu svo lengi sem það hagi sér af ábyrgð í grennd við gosið, að því er haft er eftir eldfjallafræðingnum Nemesio Perez í frétt Reuters. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er mættur á staðinn til að taka út aðstæður. Hvatti hann íbúa til að taka eldgosinu með ró, yfirvöld myndu senda nauðsynlega aðstoð ef á þyrfti að halda. Lava reaching homes, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/xnuM4W2fFZ— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Sem fyrr segir stefnir hraunstraumurinn í átt að Atlantshafinu en óvíst er hvaða leið hann stefnir þangað. Búið er að rýma svæði sem talið er mögulegt að verði hrauninu að bráð, þar á meðal er Puerto Naos, þar sem finna má vinsæla strönd sem ferðamenn sækja gjarnan. Horfa má á beina útsendingu Reuters frá eldgosinu hér að neðan. Spánn Eldgos og jarðhræringar Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27 Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Sjá mátti reykjarsúlur stiga upp til himins klukkan korter yfir þrjú að staðartíma í gær í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þar með hófst fyrsta eldgosið á La Palma í 40 ár. Lava from inside a home, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/yXEzTHwyNe— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Eldgosið er kraftmikið og stefnir töluverður hraunstraumur í átt að Atlantshafinu. Á myndum á samfélagsmiðlum má sjá hvernig hraunstraumurinn hefur runnið yfir hús í grennd við gosstöðvarnar. Mest hefur tjónið verið í þorpinu El Paso þar sem tuttugu hús hafa eyðilagst, en óttast er að eyðileggingin verði meiri í nærliggjandi þorpum. Lava swallowing homes, today in La Palma, Canary Island pic.twitter.com/FFJASdpxGf— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Ólíklegt er þó talið af mannfólki stafi hætti af eldgosinu svo lengi sem það hagi sér af ábyrgð í grennd við gosið, að því er haft er eftir eldfjallafræðingnum Nemesio Perez í frétt Reuters. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er mættur á staðinn til að taka út aðstæður. Hvatti hann íbúa til að taka eldgosinu með ró, yfirvöld myndu senda nauðsynlega aðstoð ef á þyrfti að halda. Lava reaching homes, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/xnuM4W2fFZ— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Sem fyrr segir stefnir hraunstraumurinn í átt að Atlantshafinu en óvíst er hvaða leið hann stefnir þangað. Búið er að rýma svæði sem talið er mögulegt að verði hrauninu að bráð, þar á meðal er Puerto Naos, þar sem finna má vinsæla strönd sem ferðamenn sækja gjarnan. Horfa má á beina útsendingu Reuters frá eldgosinu hér að neðan.
Spánn Eldgos og jarðhræringar Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27 Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27
Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40