Áskorun Landssamtakanna Þroskahjálpar til kjörstjórna Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifar 20. september 2021 16:01 Víða í heiminum fær fatlað fólk ekki að kjósa. Það gerist líka stundum á Íslandi. Samt eru lög og reglur á Íslandi þannig að þau reyna að passa upp á rétt fatlaðs fólks til að kjósa. Það eru allskonar hindranir í umhverfinu eða frá öðru fólki sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti kosið. Við viljum að allir sem vilja geti kosið. Kjörstjórn sem stýrir kosningunum á að passa uppá að fatlað fólk geti kosið. Að það sé gott aðgengi inn á kjörstaðinn og inni í kjörklefanum. Að leiðbeiningar séu góðar og auðvelt að skilja þær. Að aðstoða þá sem þurfa aðstoð við að kjósa. Vera jákvætt og sýna að það vilji leiðbeina og aðstoða. Landssamtökin Þroskahjálp biðja allar kjörstjórnir í landinu að passa sértaklega vel upp á að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa í alþingiskosningunum á laugardaginn 25. september. Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að margt hafi skánað og fleira muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Kjörstjórnir hafa mjög mikilvægt hlutverk og mikla ábyrgð við að tryggja að fatlað fólk fái í raun sömu tækifæri og aðrir til að nýta kosningarétt sinn. Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er tryggt að fatlað fólk fái á kjörstað fullnægjandi leiðbeiningar og aðstoð sem það þarf á að halda til að geta kosið hindranalaust? Er tryggt að viðmót starfsfólks á kjörstað gagnvart fötluðu fólki sé jákvætt og einkennist af vilja til að leiðbeina og aðstoða? Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarnar vikur staðið fyrir undirskriftaöfnun og nú hafa 6000 manns skrifað undir hana með áskorun um að yfirkjörstjórnir og samfélagið allt styðji við fatlað fólk í kosningum, tryggji óhindrað aðgengi á kjörstað og komi í veg fyrir fordóma. Undirskriftirnar verða afhentar dómsmálaráðuneytinu í lok vikunnar. Landssamtökin Þroskahálp þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina kærlega fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í þessu vitundarvakningar-verkefni með okkur Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með á allar kjörstjórnir í landinu að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa til Alþingis 25. september nk., án þess að þurfa að mæta nokkrum hindrunum sem leiða til eða eru til þess fallnar að mismuna því um þessi gríðarlega mikilsverðu lýðræðis- og mannréttindi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Víða í heiminum fær fatlað fólk ekki að kjósa. Það gerist líka stundum á Íslandi. Samt eru lög og reglur á Íslandi þannig að þau reyna að passa upp á rétt fatlaðs fólks til að kjósa. Það eru allskonar hindranir í umhverfinu eða frá öðru fólki sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti kosið. Við viljum að allir sem vilja geti kosið. Kjörstjórn sem stýrir kosningunum á að passa uppá að fatlað fólk geti kosið. Að það sé gott aðgengi inn á kjörstaðinn og inni í kjörklefanum. Að leiðbeiningar séu góðar og auðvelt að skilja þær. Að aðstoða þá sem þurfa aðstoð við að kjósa. Vera jákvætt og sýna að það vilji leiðbeina og aðstoða. Landssamtökin Þroskahjálp biðja allar kjörstjórnir í landinu að passa sértaklega vel upp á að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa í alþingiskosningunum á laugardaginn 25. september. Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að margt hafi skánað og fleira muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Kjörstjórnir hafa mjög mikilvægt hlutverk og mikla ábyrgð við að tryggja að fatlað fólk fái í raun sömu tækifæri og aðrir til að nýta kosningarétt sinn. Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er tryggt að fatlað fólk fái á kjörstað fullnægjandi leiðbeiningar og aðstoð sem það þarf á að halda til að geta kosið hindranalaust? Er tryggt að viðmót starfsfólks á kjörstað gagnvart fötluðu fólki sé jákvætt og einkennist af vilja til að leiðbeina og aðstoða? Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarnar vikur staðið fyrir undirskriftaöfnun og nú hafa 6000 manns skrifað undir hana með áskorun um að yfirkjörstjórnir og samfélagið allt styðji við fatlað fólk í kosningum, tryggji óhindrað aðgengi á kjörstað og komi í veg fyrir fordóma. Undirskriftirnar verða afhentar dómsmálaráðuneytinu í lok vikunnar. Landssamtökin Þroskahálp þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina kærlega fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í þessu vitundarvakningar-verkefni með okkur Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með á allar kjörstjórnir í landinu að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa til Alþingis 25. september nk., án þess að þurfa að mæta nokkrum hindrunum sem leiða til eða eru til þess fallnar að mismuna því um þessi gríðarlega mikilsverðu lýðræðis- og mannréttindi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun