Tuttugu aðgerðir - Ekkert kjaftæði Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. september 2021 20:00 Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru. Nýsköpun er mikilvægur kjarni í loftslagsaðgerðum. Árangur okkar í loftslagsmálum veltur m.a. á því að ótal grænir sprotar nái að spretta. Þess vegna eru Píratar með framsækna nýsköpunarstefnu í 20 liðum, sem hljómar svona í mjög stuttu máli: Stórauka stuðning við uppbyggingu og rekstur þróunarsetra. Einfalda stofnun, skattaumhverfi og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Einfalda fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Áhersla á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins, ekki bara nýsköpun sem byggir á hátækni. Heildrænna, aðgengilegra, sveigjanlegra og kvikara styrkjaumhverfi. Stórauka fjármagn til ýmissa styrktar- og nýsköpunarsjóða. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki á öllum stigum vaxtar. Gera vistkerfi nýsköpunar aðlaðandi fyrir alþjóðlega frumkvöðla. Aukinn stuðningur við alþjóðlega sókn nýsköpunarfyrirtækja. Gera atvinnustarfsemi á Íslandi aðlaðandi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Setja á fót alþjóðlega miðstöð þekkingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Stofna Nýsköpunarráð sem leiðir vinnu við eflingu vistkerfis nýsköpunar á Íslandi. Tryggja fræðslu og þátttöku í nýsköpun á öllum stigum menntakerfisins. Styðja uppbyggingu Vísindagarða og styrkja tengsl atvinnulífsins við rannsóknir og frumkvöðlastarf innan háskólanna. Hvatning til atvinnulausra einstaklinga að taka þátt í nýsköpun. Nýsköpun og stafræn umbylting verði sett á oddinn innan opinbera geirans. Aukin símenntun í takt við tækni- og samfélagsbreytingar. Áhersla á útboð áskorana í stað fyrirfram skilgreindra lausna í opinberum innkaupum. Áhersla á aukið gagnsæi, opin gögn og frjálsan hugbúnað í stjórnsýslu. Byggja ekki aðeins upp sterkt frumkvöðlastarf, heldur líka grænt, skapandi og lifandi samfélag sem er hvetjandi til nýsköpunar alls staðar. Með nýsköpunarstefnu, sem má nálgast hér í heild sinni, sem spilar saman við loftslagsáherslur, menntakerfi og verkalýðsmál getum við stefnt að sjálfbæru samfélagi fyrir framtíðina. Vöxum út úr loftslagskrísunni sem sterkara og betra samfélag. Framsýni - Ekkert kjaftæði. Höfundur er þingmaður Pírata og á öðru sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru. Nýsköpun er mikilvægur kjarni í loftslagsaðgerðum. Árangur okkar í loftslagsmálum veltur m.a. á því að ótal grænir sprotar nái að spretta. Þess vegna eru Píratar með framsækna nýsköpunarstefnu í 20 liðum, sem hljómar svona í mjög stuttu máli: Stórauka stuðning við uppbyggingu og rekstur þróunarsetra. Einfalda stofnun, skattaumhverfi og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Einfalda fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Áhersla á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins, ekki bara nýsköpun sem byggir á hátækni. Heildrænna, aðgengilegra, sveigjanlegra og kvikara styrkjaumhverfi. Stórauka fjármagn til ýmissa styrktar- og nýsköpunarsjóða. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki á öllum stigum vaxtar. Gera vistkerfi nýsköpunar aðlaðandi fyrir alþjóðlega frumkvöðla. Aukinn stuðningur við alþjóðlega sókn nýsköpunarfyrirtækja. Gera atvinnustarfsemi á Íslandi aðlaðandi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Setja á fót alþjóðlega miðstöð þekkingar á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Stofna Nýsköpunarráð sem leiðir vinnu við eflingu vistkerfis nýsköpunar á Íslandi. Tryggja fræðslu og þátttöku í nýsköpun á öllum stigum menntakerfisins. Styðja uppbyggingu Vísindagarða og styrkja tengsl atvinnulífsins við rannsóknir og frumkvöðlastarf innan háskólanna. Hvatning til atvinnulausra einstaklinga að taka þátt í nýsköpun. Nýsköpun og stafræn umbylting verði sett á oddinn innan opinbera geirans. Aukin símenntun í takt við tækni- og samfélagsbreytingar. Áhersla á útboð áskorana í stað fyrirfram skilgreindra lausna í opinberum innkaupum. Áhersla á aukið gagnsæi, opin gögn og frjálsan hugbúnað í stjórnsýslu. Byggja ekki aðeins upp sterkt frumkvöðlastarf, heldur líka grænt, skapandi og lifandi samfélag sem er hvetjandi til nýsköpunar alls staðar. Með nýsköpunarstefnu, sem má nálgast hér í heild sinni, sem spilar saman við loftslagsáherslur, menntakerfi og verkalýðsmál getum við stefnt að sjálfbæru samfélagi fyrir framtíðina. Vöxum út úr loftslagskrísunni sem sterkara og betra samfélag. Framsýni - Ekkert kjaftæði. Höfundur er þingmaður Pírata og á öðru sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar