Erlent

Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýja gosopið opnaðist nærri bænum Tacanade þar sem rúmlega sjö hundruð manns búa.
Nýja gosopið opnaðist nærri bænum Tacanade þar sem rúmlega sjö hundruð manns búa. EPA/MIGUEL CALERO

Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar.

Eldgosið hófst í gær. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og hefur hraunið runnið yfir minnst hundruð heimili. Það var þó áður en nýja gosopið opnaðist. Alls búa 704 í Tacande en samkvæmt spænska miðlinum Diario de Avisos, liggur ekki fyrir hve margir íbúar þurfa að flýja heimili sín.

Í frétt Reuters segir að hægt hafi á hraunflæðinu og sérfræðingar búist við því að hraunið muni renna út í sjó á morgun. Það gæti leitt til sprenginga og mikillar mengunar.

Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað vegna eldgossins.


Tengdar fréttir

„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“

Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm.

Hraun­straumurinn gleypir fjöl­mörg hús á La Palma

Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu.

Eldgos hafið á La Palma

Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×