Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2021 23:01 Birnir Snær var rekinn af velli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. HK vann eins og áður sagði mjög mikilvægan sigur sem lyfti liðinu upp úr fallsæti og felldi Fylki í leiðinni. Valgeir Valgeirsson skoraði sigurmark HK í leiknum eftir að Birnir Snær fékk sitt annað gula spjald. Birnir Snær verður því í leikbanni er HK heimsækir Kópavogsvöll í lokaumferð deildarinnar. Ívar Örn Jónsson verður einnig í leikbanni og þá haltraði Leifur Andri Leifsson af velli í dag og gæti því farið svo að HK verði án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, ræddi við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið er að leyfa leiknum að fljóta eins og við getum og ég tel okkur hafa náð því í dag. Lögðum við okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur Alvar í viðtali eftir leik. „Þetta er ekki gróft brot. Ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum,“ sagði dómarinn um fyrra spjaldið sem Birnir Snær fékk í kvöld. Til hvers eru þessir dómarar að mæta í viðtöl ef þeir ætla ekki að viðurkenna augljós mistök. Því miður staðfestir þetta bara hrokann í þeim flestum. Leikmenn og þjálfarar gera mistök en dómarar ekki.— Max Koala (@Maggihodd) September 20, 2021 „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur, ég stóð beint fyrir aftan. Það er snerting milli leikmanna beggja liða en í þessu atviki er það leikmaður HK sem býr til snertingu. Fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna gef ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald.“ Hér að neðan má sjá hvað Twitter fannst um ákvörðun Vilhjálms Alvars Þórarinssonar, dómara leiksins, að reka Birni Snæ af velli. Mínus: samstuð missir jafnvægið ekki víti ekki spjald rangur dómur Plús: dómarar farnir að taka á dýfum eins og t.d í aðdraganda marks HK og í fleiri tilfellum. Að lokum,ekki hlusta á @GummiBen þegar kemur að þessu málefni held hann hafi aldrei séð dýfu finnuralltafsnertingu— Lárus Sigurðsson (@larussig) September 20, 2021 Óíþróttamannsleg framkoma! erum við að horfa a sama atvik??— Aron Jóhannsson (@aronjo20) September 20, 2021 Seinna gula fyrir þetta? Þetta er svo mikið grín oft þessir dómar. Bara afþví hann dæmir ekki víti þá þarf hann að reyna vera sniðugur og gefa gult fyrir dýfu. Djók dómur og þetta á að vera einn af okkar fremstu dómurum Vilhjálmur Alvar. Djöfulsins brandari að horfa á þetta— Sigur ur Gìsli (@SigurdurGisli) September 20, 2021 Það er eitt lið sem er ekki að díla verr við hátt spennustig í lok móts en önnur og það eru dómararnir. Algjörlega galið að henda Birni í sturtu.— Jóhann Már Kristinsson (@joikidda) September 20, 2021 Vá hvað þetta varð rangur dómur— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) September 20, 2021 Það gleymist að menn geta dottið inn i teig an þess að vera henda ser niður og reyna að fiska víti #leikskilningtakk— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) September 20, 2021 Ok þó hann fari mögulega auðveldlega niður er þá svona rosalega nauðsynlegt að reka hann af velli? Stundum verða menn að lesa aðeins í aðstæður. Það gerði Vilhjálmur ekki þarna að mínu mati.— Rikki G (@RikkiGje) September 20, 2021 Sending Birnir Snær for that dive looked ridiculous btw. If that had cost HK tonight — Lucas Arnold (@FotboltiLucas) September 20, 2021 Þetta er ekki víti en ekki snjóboltaséns í helvíti að detta sé gult fyrir leikaraskap.— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) September 20, 2021 Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
HK vann eins og áður sagði mjög mikilvægan sigur sem lyfti liðinu upp úr fallsæti og felldi Fylki í leiðinni. Valgeir Valgeirsson skoraði sigurmark HK í leiknum eftir að Birnir Snær fékk sitt annað gula spjald. Birnir Snær verður því í leikbanni er HK heimsækir Kópavogsvöll í lokaumferð deildarinnar. Ívar Örn Jónsson verður einnig í leikbanni og þá haltraði Leifur Andri Leifsson af velli í dag og gæti því farið svo að HK verði án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, ræddi við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið er að leyfa leiknum að fljóta eins og við getum og ég tel okkur hafa náð því í dag. Lögðum við okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur Alvar í viðtali eftir leik. „Þetta er ekki gróft brot. Ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum,“ sagði dómarinn um fyrra spjaldið sem Birnir Snær fékk í kvöld. Til hvers eru þessir dómarar að mæta í viðtöl ef þeir ætla ekki að viðurkenna augljós mistök. Því miður staðfestir þetta bara hrokann í þeim flestum. Leikmenn og þjálfarar gera mistök en dómarar ekki.— Max Koala (@Maggihodd) September 20, 2021 „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur, ég stóð beint fyrir aftan. Það er snerting milli leikmanna beggja liða en í þessu atviki er það leikmaður HK sem býr til snertingu. Fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna gef ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald.“ Hér að neðan má sjá hvað Twitter fannst um ákvörðun Vilhjálms Alvars Þórarinssonar, dómara leiksins, að reka Birni Snæ af velli. Mínus: samstuð missir jafnvægið ekki víti ekki spjald rangur dómur Plús: dómarar farnir að taka á dýfum eins og t.d í aðdraganda marks HK og í fleiri tilfellum. Að lokum,ekki hlusta á @GummiBen þegar kemur að þessu málefni held hann hafi aldrei séð dýfu finnuralltafsnertingu— Lárus Sigurðsson (@larussig) September 20, 2021 Óíþróttamannsleg framkoma! erum við að horfa a sama atvik??— Aron Jóhannsson (@aronjo20) September 20, 2021 Seinna gula fyrir þetta? Þetta er svo mikið grín oft þessir dómar. Bara afþví hann dæmir ekki víti þá þarf hann að reyna vera sniðugur og gefa gult fyrir dýfu. Djók dómur og þetta á að vera einn af okkar fremstu dómurum Vilhjálmur Alvar. Djöfulsins brandari að horfa á þetta— Sigur ur Gìsli (@SigurdurGisli) September 20, 2021 Það er eitt lið sem er ekki að díla verr við hátt spennustig í lok móts en önnur og það eru dómararnir. Algjörlega galið að henda Birni í sturtu.— Jóhann Már Kristinsson (@joikidda) September 20, 2021 Vá hvað þetta varð rangur dómur— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) September 20, 2021 Það gleymist að menn geta dottið inn i teig an þess að vera henda ser niður og reyna að fiska víti #leikskilningtakk— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) September 20, 2021 Ok þó hann fari mögulega auðveldlega niður er þá svona rosalega nauðsynlegt að reka hann af velli? Stundum verða menn að lesa aðeins í aðstæður. Það gerði Vilhjálmur ekki þarna að mínu mati.— Rikki G (@RikkiGje) September 20, 2021 Sending Birnir Snær for that dive looked ridiculous btw. If that had cost HK tonight — Lucas Arnold (@FotboltiLucas) September 20, 2021 Þetta er ekki víti en ekki snjóboltaséns í helvíti að detta sé gult fyrir leikaraskap.— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) September 20, 2021 Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport