Stöndum með ungu fólki Fjóla Hrund Björnsdóttir og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifa 21. september 2021 07:01 Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning. Eignir fyrir alla Ein stærsta fjárfesting einstaklinga í lífinu er kaup á fasteign. Fólk á að fá tækifæri til að eignast sitt eigið heimili en síðustu ár hefur fasteignaverð hækkað skarpt og þar af leiðandi orðið erfiðara fyrir fólk að koma inn á markaðinn og eignast sína fyrstu fasteign. Við í Miðflokknum viljum að ríkið veiti mótframlag sem gefur öllum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Með mótframlaginu er átt við svokallað hlutdeildarlán, þar sem allir fái tækifæri til þess að fá mótframlag frá ríkinu, en ekki nokkrir útvaldir á ári eins og er nú í dag. Þetta er algert lykilatriði til að tryggja ungu fólki leið inn á fasteignamarkað. Um leið viljum við í Miðflokknum að almenningur fái heimild til að setja 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Þessar aðgerðir ættu að geta aðstoðað marga sem sjá enga leið út úr vandanum núna. En Miðflokkurinn er með fleiri aðgerðir í smíðum sem eiga að auðvelda fasteignakaup. Það þarf að stuðla að auknu lóðaframboði, fjölbreyttara húsnæði, hvetjandi regluverk, lægri skatta og gjöld og afnema stimpilgjaldið. Framtíð náms á Íslandi Um langt árabil hafa stúdentar gagnrýnt Menntasjóð námsmanna. Það kemur ekki til af góðu. Það er staðreynd að lánin eru óhagstæð og framfærslan og frítekjumarkið er allt of lágt. Nemendum er refsað fyrir að stunda vinnu meðfram námi. Við þetta verður ekki búið að mati okkar Miðflokksmanna enda eiga nemendur að geta tekið hagstæð námslán sem verða ekki byrði á þeim að loknu námi. Jafnrétti til náms er lykilatriði. Það er mikilvægt að tengja námi og atvinnulíf og við í Miðflokknum viljum stuðla að auknu samstarfi þar á milli. Það á að vera hvetjandi fyrir atvinnulífið að ráða inn sumarstarfsmenn sem myndu ganga að starfi hjá fyrirtækinu að loknu námi. Með þessu fá nemendur innsýn í atvinnulífið, eru betur undirbúnir að loknu námi og geta gengið að starfi sem þeir hafa reynslu og þekkingu á. Fyrirtækin munu fá betri starfsmenn. Eflum langskólanám Háskólarnir eru gríðarlega mikilvægir, ekki aðeins sem menntastofnanir heldur sem miðstöðvar þekkingar og nýsköpunar. Við verðum því að hlúa vel að þeim en um leið gera miklar kröfur til þeirra um gæði og samkeppnishæfni náms. Háskólarnir íslensku eiga að vera samkeppnishæfir við bestu háskóla erlendis. En það þarf að styrkja annað en bara háskólanna. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að allir þeir sem vilja stunda tækni- og iðnnám fái tækifæri til þess. Menntakerfið verður að vera betur undir búið að taka á móti þeim fjölda sem sótt hefur um nám. Ungt fólk á að hafa sterka rödd inn á Alþingi og kröftuga málsvara sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Atkvæði til Miðflokksins gagnast ungu fólki og baráttumálum þeirra. Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning. Eignir fyrir alla Ein stærsta fjárfesting einstaklinga í lífinu er kaup á fasteign. Fólk á að fá tækifæri til að eignast sitt eigið heimili en síðustu ár hefur fasteignaverð hækkað skarpt og þar af leiðandi orðið erfiðara fyrir fólk að koma inn á markaðinn og eignast sína fyrstu fasteign. Við í Miðflokknum viljum að ríkið veiti mótframlag sem gefur öllum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Með mótframlaginu er átt við svokallað hlutdeildarlán, þar sem allir fái tækifæri til þess að fá mótframlag frá ríkinu, en ekki nokkrir útvaldir á ári eins og er nú í dag. Þetta er algert lykilatriði til að tryggja ungu fólki leið inn á fasteignamarkað. Um leið viljum við í Miðflokknum að almenningur fái heimild til að setja 3,5% af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Þessar aðgerðir ættu að geta aðstoðað marga sem sjá enga leið út úr vandanum núna. En Miðflokkurinn er með fleiri aðgerðir í smíðum sem eiga að auðvelda fasteignakaup. Það þarf að stuðla að auknu lóðaframboði, fjölbreyttara húsnæði, hvetjandi regluverk, lægri skatta og gjöld og afnema stimpilgjaldið. Framtíð náms á Íslandi Um langt árabil hafa stúdentar gagnrýnt Menntasjóð námsmanna. Það kemur ekki til af góðu. Það er staðreynd að lánin eru óhagstæð og framfærslan og frítekjumarkið er allt of lágt. Nemendum er refsað fyrir að stunda vinnu meðfram námi. Við þetta verður ekki búið að mati okkar Miðflokksmanna enda eiga nemendur að geta tekið hagstæð námslán sem verða ekki byrði á þeim að loknu námi. Jafnrétti til náms er lykilatriði. Það er mikilvægt að tengja námi og atvinnulíf og við í Miðflokknum viljum stuðla að auknu samstarfi þar á milli. Það á að vera hvetjandi fyrir atvinnulífið að ráða inn sumarstarfsmenn sem myndu ganga að starfi hjá fyrirtækinu að loknu námi. Með þessu fá nemendur innsýn í atvinnulífið, eru betur undirbúnir að loknu námi og geta gengið að starfi sem þeir hafa reynslu og þekkingu á. Fyrirtækin munu fá betri starfsmenn. Eflum langskólanám Háskólarnir eru gríðarlega mikilvægir, ekki aðeins sem menntastofnanir heldur sem miðstöðvar þekkingar og nýsköpunar. Við verðum því að hlúa vel að þeim en um leið gera miklar kröfur til þeirra um gæði og samkeppnishæfni náms. Háskólarnir íslensku eiga að vera samkeppnishæfir við bestu háskóla erlendis. En það þarf að styrkja annað en bara háskólanna. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á að allir þeir sem vilja stunda tækni- og iðnnám fái tækifæri til þess. Menntakerfið verður að vera betur undir búið að taka á móti þeim fjölda sem sótt hefur um nám. Ungt fólk á að hafa sterka rödd inn á Alþingi og kröftuga málsvara sem bera hag þeirra fyrir brjósti. Atkvæði til Miðflokksins gagnast ungu fólki og baráttumálum þeirra. Fjóla Hrund Björnsdóttir skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun