Hverjum treystir þú? Starri Reynisson skrifar 21. september 2021 10:00 Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni. Það hlýtur að vera eðlilegt að við gerum sömu kröfu þegar kemur að trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þess vegna á það að vera ein af stóru spurningunum í pólitískri umræðu hvaða stjórnmálamenn og -flokkar treysta almenningi og hversu langt það traust nær, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Flestir stjórnmálamenn treysta þér ekki. Þeir treysta þér ekki til þess að ráða þínu eigin nafni. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvar og hvenær þú verslar áfengi. Þeir treysta þér ekki til þess að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvort þú neytir innlendra eða erlendra landbúnaðarafurða. Það að hinn svokallaði sykurskattur komist reglulega á dagskrá sýnir að margir þeirra treysta þér ekki einu sinni til þess að velja „rétt“ í þína eigin matarkörfu. Sumir þingmenn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir líti á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Enn aðrir, jafnvel þeir sem kenna sig hvað oftast við frelsi, treysta konum ekki til að taka veigamiklar ákvarðanir um eigin líkama. Samt segjast flestir íslenskir stjórnmálamenn vera frjálslyndir. Það gera þeir þótt frjálslyndi snúist fyrst og fremst um að treysta fólki til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, til að ráða eigin högum hvort sem um ræðir búsetu, nafn eða nautnir. Það er lítið um að þetta traust sé sýnt í verki, og ræðum þessara stjórnmálamanna um frelsi fylgir yfirleitt orðið „en“. Flestir flokkar segjast treysta fólki þegar það hentar þeim og líta á frjálslyndið sem valkvætt, enda kenna þeir sig oftast við aðra hugmyndafræði líka, hvort sem er til hægri eða vinstri. Viðreisn er aftur á móti ekki einn af þeim flokkum.Við erum frjálslyndur flokkur, engin viðskeyti, engar neðanmálsgreinar og ekkert „en“. Við viljum alltaf treysta þér. Hjá okkur er traustið meginreglan og frávik frá því þarf að rökstyðja vel. Við höfum sýnt það í verki með þeim málum sem við höfum beitt okkur fyrir á þingi, og þar höfum við alltaf greitt atkvæði í takt við þá hugsjón. Ekki bara þegar það hentar. Fólk sem vill þetta gagnkvæma traust á því skýran og augljósan valkost í komandi kosningum. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni. Það hlýtur að vera eðlilegt að við gerum sömu kröfu þegar kemur að trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þess vegna á það að vera ein af stóru spurningunum í pólitískri umræðu hvaða stjórnmálamenn og -flokkar treysta almenningi og hversu langt það traust nær, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Flestir stjórnmálamenn treysta þér ekki. Þeir treysta þér ekki til þess að ráða þínu eigin nafni. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvar og hvenær þú verslar áfengi. Þeir treysta þér ekki til þess að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvort þú neytir innlendra eða erlendra landbúnaðarafurða. Það að hinn svokallaði sykurskattur komist reglulega á dagskrá sýnir að margir þeirra treysta þér ekki einu sinni til þess að velja „rétt“ í þína eigin matarkörfu. Sumir þingmenn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir líti á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Enn aðrir, jafnvel þeir sem kenna sig hvað oftast við frelsi, treysta konum ekki til að taka veigamiklar ákvarðanir um eigin líkama. Samt segjast flestir íslenskir stjórnmálamenn vera frjálslyndir. Það gera þeir þótt frjálslyndi snúist fyrst og fremst um að treysta fólki til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, til að ráða eigin högum hvort sem um ræðir búsetu, nafn eða nautnir. Það er lítið um að þetta traust sé sýnt í verki, og ræðum þessara stjórnmálamanna um frelsi fylgir yfirleitt orðið „en“. Flestir flokkar segjast treysta fólki þegar það hentar þeim og líta á frjálslyndið sem valkvætt, enda kenna þeir sig oftast við aðra hugmyndafræði líka, hvort sem er til hægri eða vinstri. Viðreisn er aftur á móti ekki einn af þeim flokkum.Við erum frjálslyndur flokkur, engin viðskeyti, engar neðanmálsgreinar og ekkert „en“. Við viljum alltaf treysta þér. Hjá okkur er traustið meginreglan og frávik frá því þarf að rökstyðja vel. Við höfum sýnt það í verki með þeim málum sem við höfum beitt okkur fyrir á þingi, og þar höfum við alltaf greitt atkvæði í takt við þá hugsjón. Ekki bara þegar það hentar. Fólk sem vill þetta gagnkvæma traust á því skýran og augljósan valkost í komandi kosningum. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun