Þurfti að þykjast vera strákur til að fá að spila með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 09:31 Sarina Wiegman er tekin við sem nýr þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Getty/Lynne Cameron Það hefur mikið breyst síðan að nýr landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta var að stíga sín fyrstu skref. Sarina Wiegman er fyrir löngu komin í hóp bestu þjálfara heims í kvennafótboltanum en er nýtekin við nýju starfi og saga hennar vekur athygli enskra fjölmiðla. The Lionesses boss had to hide her true identity #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 20, 2021 Wiegman gerði hollenska landsliðið að Evrópumeisturum 2017 og var í framhaldinu kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Hún hætti með hollenska landsliðið eftir Ólympíuleikanna og er því ekki með liðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þess í stað er hún þessa dagana að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn í undankeppninni. Þær ensku unnu 8-0 sigur á Norður Makedóníu í fyrsta leik og mæta Lúxemborg í kvöld. Wiegman er nú 51 árs en það hefur margt breyst varðandi kvennafótboltann síðan hún var að byrja í boltanum. England's 8-0 win against North Macedonia was their biggest victory since beating Estonia by the same scoreline in September 2015.The Sarina Wiegman era started in style. pic.twitter.com/ZM6LQ9uE71— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2021 Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún sögu frá því að hún var að byrja og hvernig aðstæðurnar voru þá fyrir unga knattspyrnukonu. „Þegar ég byrjaði að spila fótbolta sex ára gömul þá máttu stelpur ekki spila fótbolta en ég svindlaði mér inn,“ sagði Sarina Wiegman. Wiegman var sex ára gömul árið 1975. Hún þóttist vera strákur til að fá að æfa fótbolta eins og bróðir sinn. „Ég var með mjög stutt hár og leit svolítið út fyrir að vera strákur. Foreldrar mínir leyfðu þetta og ég átti tvíburabróðir. Við byrjuðum því bæði að spila fótbolta og allir sættu sig við það,“ sagði Sarina. „Þetta var ekki það venjulega en núna er það fullkomlega eðlilegt að spila fótbolta hvort sem þú sért strákur eða stelpa. Það er frábært. Það var fáránlegt hvernig þetta var áður þegar þér var bannað að spila en svona er þróunin víst,“ sagði Sarina. Sarina Wiegman spilaði á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Holland frá 1987 til 2001 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari árið 2016. Wiegman varð á sínum tíma bandarískur háskólameistari með North Carolina Tar Heels og vann líka marga titla í Hollandi. Sarina Wiegman kemur hér skilaboðum til ensku landsliðskonunnar Rachel Daly.Getty/Catherine Ivill HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Sarina Wiegman er fyrir löngu komin í hóp bestu þjálfara heims í kvennafótboltanum en er nýtekin við nýju starfi og saga hennar vekur athygli enskra fjölmiðla. The Lionesses boss had to hide her true identity #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 20, 2021 Wiegman gerði hollenska landsliðið að Evrópumeisturum 2017 og var í framhaldinu kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Hún hætti með hollenska landsliðið eftir Ólympíuleikanna og er því ekki með liðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þess í stað er hún þessa dagana að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn í undankeppninni. Þær ensku unnu 8-0 sigur á Norður Makedóníu í fyrsta leik og mæta Lúxemborg í kvöld. Wiegman er nú 51 árs en það hefur margt breyst varðandi kvennafótboltann síðan hún var að byrja í boltanum. England's 8-0 win against North Macedonia was their biggest victory since beating Estonia by the same scoreline in September 2015.The Sarina Wiegman era started in style. pic.twitter.com/ZM6LQ9uE71— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2021 Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún sögu frá því að hún var að byrja og hvernig aðstæðurnar voru þá fyrir unga knattspyrnukonu. „Þegar ég byrjaði að spila fótbolta sex ára gömul þá máttu stelpur ekki spila fótbolta en ég svindlaði mér inn,“ sagði Sarina Wiegman. Wiegman var sex ára gömul árið 1975. Hún þóttist vera strákur til að fá að æfa fótbolta eins og bróðir sinn. „Ég var með mjög stutt hár og leit svolítið út fyrir að vera strákur. Foreldrar mínir leyfðu þetta og ég átti tvíburabróðir. Við byrjuðum því bæði að spila fótbolta og allir sættu sig við það,“ sagði Sarina. „Þetta var ekki það venjulega en núna er það fullkomlega eðlilegt að spila fótbolta hvort sem þú sért strákur eða stelpa. Það er frábært. Það var fáránlegt hvernig þetta var áður þegar þér var bannað að spila en svona er þróunin víst,“ sagði Sarina. Sarina Wiegman spilaði á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Holland frá 1987 til 2001 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari árið 2016. Wiegman varð á sínum tíma bandarískur háskólameistari með North Carolina Tar Heels og vann líka marga titla í Hollandi. Sarina Wiegman kemur hér skilaboðum til ensku landsliðskonunnar Rachel Daly.Getty/Catherine Ivill
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira