Breytum sjávarútveginum á laugardaginn Magnús D. Norðdahl skrifar 21. september 2021 14:16 Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun