Þorsteinn um mótherja kvöldsins: Þetta er gott sóknarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 16:00 Þorsteinn Halldórsson er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Skjámynd/S2 Sport Nú er komið að fyrsta stóra prófinu hjá landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni sem stýrir sínum fyrsta keppnisleik í kvöld á móti Evrópumeisturum Hollands. Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Hollenska liðið er í fjórða sæti á heimslistanum og vann silfur á síðasta HM og gull á síðasta EM. Það er því eitt besta kvennalandslið heims sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld. „Þetta er gott sóknarlið og þær spila hátt upp á vellinum og vilja stýra leikjum. Sóknarlína þeirra er gríðarlega sterk og þær eru með hættulega leikmenn í öllum þeim stöðum. Það er í grunninn styrkleiki hollenska liðsins og við ætlum að reyna að nýta okkur það ef þær fara að reyna að sækja mjög mikið á móti okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson Hverjir eru helstu veikleikar hollenska liðsins sem íslensku stelpurnar ættu að geta nýtt sér í kvöld? „Við gætum nýtt okkur það ef að þær eru komnar mjög hátt upp með liðið, þær vilja fara hátt upp með liðið og hátt upp með bakverðina og annað. Þá þurfa þær að verjast á stóru svæði þegar við vinnum boltann. Við eigum að geta nýtt okkur það ef við náum að halda leikmönnum framarlega líka. Við getum þá unnið boltann framarlega og spilað honum fram á við. Það er lykillinn að sigri á móti þeim á morgun,“ sagði Þorsteinn. Hollendingar hafa spilað töluvert fleiri leiki síðustu mánuði en íslensku stelpurnar. Skiptir það máli í kvöld? „Svona fyrirfram ætti það að vera betra fyrir þær en maður gerir sér ekki alveg grein fyrir hlutunum þegar þær eru komnar með nýjan þjálfara og það eru breytingar í gangi. Ég persónulega hefði ekki viljað fara beint í keppnisleik án þess að taka æfingaleik þó að liðið væri orðið rútenerað. Þú þarft alltaf að koma með þitt inn. Í sjálfu sér voru litlar breytingar í þeirra taktíska leik og hugmyndafræði í fyrsta leiknum hjá honum,“ sagði Þorsteinn. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01 „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 „Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. 21. september 2021 12:01
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
„Fáum meira pláss á Íslandi“ Evrópumeistarar Hollands mættu til Íslands í gærkvöld í sárum eftir að hafa „aðeins“ gert 1-1 jafntefli við Tékkland á heimavelli á föstudaginn. Krafan er skýr hjá þeim um sigur á Laugardalsvelli á morgun. 20. september 2021 08:02
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti