Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 14:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti í pontu á 76. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. AP/Eduardo Munoz Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali. Lýsti Biden þessum áratug sem úrslitaáratug fyrir heiminn í ávarpi sínu við upphaf allsherjarþingsins sem fer fram í New York. Rauð viðvörunarljós logi vegna loftslagsvárinnar og heimsbyggðin takist enn á við missi og harm í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hvatti forsetinn ríki heims til þess að koma með aukinn metnað inn í loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow í nóvember sem hann ætlar sjálfur að vera viðstaddur. Sagði hann heiminn nálgast vendipunkt hvað varðar öfgakennt veðurfar sem kosti mannslíf og ómælda milljarða í tjón. Forsetatíð Donalds Trump reyndi verulega á áratugalangt bandalag Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Biden lofaði að Bandaríkin væru snúin aftur á alþjóðavettvang þegar hann tók við embættinu í janúar en umdeilanlegt er hvort að hann hafi staðið við þau orð. Ákvörðun Biden um að draga allt bandarískt herlið frá Afganistan hefur mælst misjafnlega fyrir á meðal bandalagsríkja en talibanar sölsuðu undir sig völdin í landinu áður en vestræn ríki náðu að koma öllum þeim sem þau vildu úr landi. Undanfarna daga hefur töluverð illska hlaupið í samskipti Bandaríkjanna við Frakkland, eitt elsta bandalagsríki þeirra, eftir að bandarísk og bresk stjórnvöld fengu Ástrali til að kaupa frekar af þeim kafbáta en Frökkum. Frönsk stjórnvöld kölluðu meðal annars sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum til að mótmæla því sem þau telja undirferli bandamanna sinna. Þrátt fyrir það lagði Biden áherslu á samvinnu við bandamenn í ávarpi sínu í New York í dag. „Til þess að við getum séð fyrir okkar eigin fólki verðum við einnig að eiga í djúpstæðum samskiptum við umheiminn,“ sagði Bandaríkjaforseti. Fréttin verður uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Loftslagsmál Afganistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lýsti Biden þessum áratug sem úrslitaáratug fyrir heiminn í ávarpi sínu við upphaf allsherjarþingsins sem fer fram í New York. Rauð viðvörunarljós logi vegna loftslagsvárinnar og heimsbyggðin takist enn á við missi og harm í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Hvatti forsetinn ríki heims til þess að koma með aukinn metnað inn í loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow í nóvember sem hann ætlar sjálfur að vera viðstaddur. Sagði hann heiminn nálgast vendipunkt hvað varðar öfgakennt veðurfar sem kosti mannslíf og ómælda milljarða í tjón. Forsetatíð Donalds Trump reyndi verulega á áratugalangt bandalag Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Biden lofaði að Bandaríkin væru snúin aftur á alþjóðavettvang þegar hann tók við embættinu í janúar en umdeilanlegt er hvort að hann hafi staðið við þau orð. Ákvörðun Biden um að draga allt bandarískt herlið frá Afganistan hefur mælst misjafnlega fyrir á meðal bandalagsríkja en talibanar sölsuðu undir sig völdin í landinu áður en vestræn ríki náðu að koma öllum þeim sem þau vildu úr landi. Undanfarna daga hefur töluverð illska hlaupið í samskipti Bandaríkjanna við Frakkland, eitt elsta bandalagsríki þeirra, eftir að bandarísk og bresk stjórnvöld fengu Ástrali til að kaupa frekar af þeim kafbáta en Frökkum. Frönsk stjórnvöld kölluðu meðal annars sendiherra sinn heim frá Bandaríkjunum til að mótmæla því sem þau telja undirferli bandamanna sinna. Þrátt fyrir það lagði Biden áherslu á samvinnu við bandamenn í ávarpi sínu í New York í dag. „Til þess að við getum séð fyrir okkar eigin fólki verðum við einnig að eiga í djúpstæðum samskiptum við umheiminn,“ sagði Bandaríkjaforseti. Fréttin verður uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Loftslagsmál Afganistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira