Þorsteinn: Við fórum hugrökk inn í þennan leik og ætluðum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 21:07 Byrjunarlið Íslands á móti Hollandi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn sá jákvæða hluti í leik íslensku stelpnanna í kvöld og það vantaði oft lítið upp á að fá meira út úr lofandi sóknum liðsins. „Það voru jákvæðir punktar hjá okkur en auðvitað vissum við alveg að við vorum að spila á móti mjög góðu liði og mjög vel spilandi liði. Það voru kaflar í leiknum þar sem var að slitna aðeins á milli hjá okkur og við þurfum aðeins að laga það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, eftir 2-0 tap á móti Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. „Við þurfum að vinna í því að halda liðinu aðeins þéttar því þá er erfiðara að færa boltann á milli svæða hjá okkur og erfiðara að spila á móti okkur. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða vel því mín tilfinningin mín núna var að það var að slitna aðeins á milli hjá okkur. Það gerði okkur aðeins erfiðara að komast upp í hraðar sóknir eða halda boltanum,“ sagði Þorsteinn en hverjir voru jákvæðustu punktarnir í leik íslenska liðsins. Þorsteinn Halldórsson kallar á íslensku stelpurnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst vera kraftur í okkur og við náðum upp köflum í leiknum þar sem við vorum að ógna vel, komast á bak við þær og komast í fínar stöður. Það vantaði kannski úrslitasendinguna, finna hlaupin inn í teig og finna möguleikana sem mér fannst ver að opnast þarna. Við hittum ekki á samherja í þeim hlaupum,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið var að mæta einu besta fótboltaliði í heimi í kvöld. „Við fórum hugrökk inn í þennan leik því við ætluðum ekki að liggja til baka og bíða að sjá. Við ætluðum að þora að vera kröftugt lið og þora að vera lið sem framkvæmir hluti sóknarlega. Ekki bara hanga í vörn, bomba fram og sjá hvað gerist. Við ætluðum að reyna að spila og reyna að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst margt jákvætt sem við gerðum og þó að við höfum tapað sem er ógeðslega fúlt og leiðinlegt þá þýðir ekkert að gráta yfir því. Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að vera undirbúin fyrir næsta verkefni eftir mánuð,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
„Það voru jákvæðir punktar hjá okkur en auðvitað vissum við alveg að við vorum að spila á móti mjög góðu liði og mjög vel spilandi liði. Það voru kaflar í leiknum þar sem var að slitna aðeins á milli hjá okkur og við þurfum aðeins að laga það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, eftir 2-0 tap á móti Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. „Við þurfum að vinna í því að halda liðinu aðeins þéttar því þá er erfiðara að færa boltann á milli svæða hjá okkur og erfiðara að spila á móti okkur. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða vel því mín tilfinningin mín núna var að það var að slitna aðeins á milli hjá okkur. Það gerði okkur aðeins erfiðara að komast upp í hraðar sóknir eða halda boltanum,“ sagði Þorsteinn en hverjir voru jákvæðustu punktarnir í leik íslenska liðsins. Þorsteinn Halldórsson kallar á íslensku stelpurnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst vera kraftur í okkur og við náðum upp köflum í leiknum þar sem við vorum að ógna vel, komast á bak við þær og komast í fínar stöður. Það vantaði kannski úrslitasendinguna, finna hlaupin inn í teig og finna möguleikana sem mér fannst ver að opnast þarna. Við hittum ekki á samherja í þeim hlaupum,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið var að mæta einu besta fótboltaliði í heimi í kvöld. „Við fórum hugrökk inn í þennan leik því við ætluðum ekki að liggja til baka og bíða að sjá. Við ætluðum að þora að vera kröftugt lið og þora að vera lið sem framkvæmir hluti sóknarlega. Ekki bara hanga í vörn, bomba fram og sjá hvað gerist. Við ætluðum að reyna að spila og reyna að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst margt jákvætt sem við gerðum og þó að við höfum tapað sem er ógeðslega fúlt og leiðinlegt þá þýðir ekkert að gráta yfir því. Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að vera undirbúin fyrir næsta verkefni eftir mánuð,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira