Einn flokkur hlustar best á eldri borgara Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. september 2021 07:46 Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eldri borgarar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun