„Píratar………………….tómt kjaftæði“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. september 2021 08:16 Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta. Í umræðunn var þingmaðurinn þráspurður um hvers vegna fólk ætti yfirhöfuð að kjósa Pírata. Eftir japl og jaml stundi þingmaðurinn upp að: ,, Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt.“ Í ljós hefur komið margoft að Píratar standa ekki undir þessari meintu kröfu kjósenda sinna. Ríkisendurskoðandi gerði t.a.m. verulegar athugasemdir við bókhald Pírataflokksins fyrir árið 2019 eins og hér segir: ,,Í áritun skoðunarmanna ársreiknings Pírata segir að án þess að gera fyrirvara við reikninginn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikninga samtals að fjárhæð 1.300.000 að baki bókfærðum útgjöldum.“ Þó flestar fjárhæðirnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikningar séu að baki öllum bókfærðum útgjöldum.“ Að auki var áhyggjum lýst vegna þess hve hátt hlutfall ríkisstyrkja fór til rekstrar en ekki uppbyggingar. Minna má á að Reykjavíkurborg hvar Píratar koma að stjórn hefur ítrekað verið gerð afturreka vegna brota á útboðsreglum auk þess að lög voru brotin í braggamálinu svokallaða án þess að kjörnir fulltrúar virðist hafa dregið nokkurn lærdóm þar af. Þar eru Píratar sannanlega ekki að gera ,,hlutina rétt númer eitt tvö og þrjú.“ Í aðdraganda kosninga nú birti flokkurinn síðan tillögur að breyttri skattheimtu. Þar kom í ljós að skekkja var í útreikningum Pírata svo nam tugum milljarða. Var þetta hið vandræðalegasta fyrir Pírata sem að venju skelltu skuldina á aðra. Einn þingmaður þeirra fjarlægði færslur þessu tengdar eftir að bent var á mistökin. En hafandi í huga að ,,Píratar gera allt rétt“ var skekkjan leiðrétt um hæl……með boðun hærri skattheimtu. Það er auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé. Það sem ætti að setja hroll að fólki er að einn þingmaður Pírata hefur augastað á sæti fjármálaráðherra að loknum kosningum. Svo vitnað sé í orð Séra Sigvalda í leikritinu Manni og konu: „Ætli það sé ekki mál til komið að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Eitt atriði verður að nefna í viðbót. Píratar gegna forystu í einni þingefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Forysta þeirra gekk framan af út á að auglýsa þáverandi forystu nefndarinnar með ýmsum upphlaupum. Seinni hluti forystunnar hefur hins vegar einkennst af óttablandinni virðingu fyrir valdi. Forysta Pírata í nefndinni hefur sofið á spillingarverðinum. Þannig hefur forystan ekki stigið nein skref til þess að aflétta leyndarhjúp um málefni Lindarhvols svo dæmi sé nefnt. Það fyrirtæki var sett á fót til að koma eignum sem féllu til við stöðugleikasamkomulag við slitabú föllnu bankanna í verð. Allur sá ferill er í besta falli tortryggilegur og reynt hefur verið að slá leyndarhjúp um málið af hálfu meirihluta forsætisnefndar Alþingis undir stjórn forseta þingsins. Um það efni verður fjallað sérstaklega í annarri grein. Kosningabarátta Pírata gengur út á að þeir líði ,,ekkert kjaftæði.“ Sú staðhæfing stenst ekki heldur. Kjósandi góður! Ef þú vilt að atkvæði þitt gangi til flokks sem gerir hlutina rétt eru Píratar ekki valkostur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta. Í umræðunn var þingmaðurinn þráspurður um hvers vegna fólk ætti yfirhöfuð að kjósa Pírata. Eftir japl og jaml stundi þingmaðurinn upp að: ,, Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt.“ Í ljós hefur komið margoft að Píratar standa ekki undir þessari meintu kröfu kjósenda sinna. Ríkisendurskoðandi gerði t.a.m. verulegar athugasemdir við bókhald Pírataflokksins fyrir árið 2019 eins og hér segir: ,,Í áritun skoðunarmanna ársreiknings Pírata segir að án þess að gera fyrirvara við reikninginn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikninga samtals að fjárhæð 1.300.000 að baki bókfærðum útgjöldum.“ Þó flestar fjárhæðirnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikningar séu að baki öllum bókfærðum útgjöldum.“ Að auki var áhyggjum lýst vegna þess hve hátt hlutfall ríkisstyrkja fór til rekstrar en ekki uppbyggingar. Minna má á að Reykjavíkurborg hvar Píratar koma að stjórn hefur ítrekað verið gerð afturreka vegna brota á útboðsreglum auk þess að lög voru brotin í braggamálinu svokallaða án þess að kjörnir fulltrúar virðist hafa dregið nokkurn lærdóm þar af. Þar eru Píratar sannanlega ekki að gera ,,hlutina rétt númer eitt tvö og þrjú.“ Í aðdraganda kosninga nú birti flokkurinn síðan tillögur að breyttri skattheimtu. Þar kom í ljós að skekkja var í útreikningum Pírata svo nam tugum milljarða. Var þetta hið vandræðalegasta fyrir Pírata sem að venju skelltu skuldina á aðra. Einn þingmaður þeirra fjarlægði færslur þessu tengdar eftir að bent var á mistökin. En hafandi í huga að ,,Píratar gera allt rétt“ var skekkjan leiðrétt um hæl……með boðun hærri skattheimtu. Það er auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé. Það sem ætti að setja hroll að fólki er að einn þingmaður Pírata hefur augastað á sæti fjármálaráðherra að loknum kosningum. Svo vitnað sé í orð Séra Sigvalda í leikritinu Manni og konu: „Ætli það sé ekki mál til komið að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Eitt atriði verður að nefna í viðbót. Píratar gegna forystu í einni þingefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Forysta þeirra gekk framan af út á að auglýsa þáverandi forystu nefndarinnar með ýmsum upphlaupum. Seinni hluti forystunnar hefur hins vegar einkennst af óttablandinni virðingu fyrir valdi. Forysta Pírata í nefndinni hefur sofið á spillingarverðinum. Þannig hefur forystan ekki stigið nein skref til þess að aflétta leyndarhjúp um málefni Lindarhvols svo dæmi sé nefnt. Það fyrirtæki var sett á fót til að koma eignum sem féllu til við stöðugleikasamkomulag við slitabú föllnu bankanna í verð. Allur sá ferill er í besta falli tortryggilegur og reynt hefur verið að slá leyndarhjúp um málið af hálfu meirihluta forsætisnefndar Alþingis undir stjórn forseta þingsins. Um það efni verður fjallað sérstaklega í annarri grein. Kosningabarátta Pírata gengur út á að þeir líði ,,ekkert kjaftæði.“ Sú staðhæfing stenst ekki heldur. Kjósandi góður! Ef þú vilt að atkvæði þitt gangi til flokks sem gerir hlutina rétt eru Píratar ekki valkostur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar