Sjálfbær orkuframtíð Tinna Traustadóttir og Pétur Blöndal skrifa 22. september 2021 12:31 „Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun