Viltu svona samfélag? Árni Múli Jónasson skrifar 22. september 2021 12:45 Í Fréttablaðinu 17. september sl. sagði: „Almenningur á Íslandi hefur töluvert sterkari hugmyndir en aðrir Norðurlandabúar um að auðmagn móti tækifærin. Þá telja Íslendingar að pólitísk tengsl hér á landi séu sérlega mikilvæg og eru á pari við Rússa í þeim skoðunum. Miðað við nágrannalönd Íslendinga eru óvenjumargir hér á landi sem telja að pólitísk sambönd skipti miklu máli fyrir tækifærin í lífinu. Ísland líkist meira Rússlandi en Norðurlöndunum hvað þetta viðhorf varðar. Þetta kemur fram í Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni sem kynnt verður í dag.“ Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu 28. janúar sl. niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims árið 2020. Spillingarvísitala Íslands hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár og gerði það líka milli áranna 2019 og 2020. Danmörk er allra efst á listanum nú með 88 stig af 100 mögulegum (0 þýðir mikil spilling en 100 þýðir lítil spilling). Finnland og Svíþjóð eru þar í þriðja sæti með 85 stig og Noregur í sjöunda sæti með 84 stig. Ísland er hins vegar í 17. sæti á listanum með 75 stig en var með 78 stig á listanum árið 2019 og í 11. sæti þá. Niðurstaða mælingarinnar á Íslandi er því mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ísland er með öðrum orðum langspilltast allra Norðurlandanna. Svona er staðan hér á landi 13 árum eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu! Svona er nú staðan 5 árum eftir birtingu Panamaskjalanna þar sem íslenskir stjórnmálamenn og auðmenn vöktu heimsathygli fyrir mikinn vilja sinn til að fela auðinn í útlendum skattaskjólum! Hélstu að þetta yrði svona? Viltu svona samfélagi? Ef þú vilt ekki að íslenskt samfélag sé svona og verði svona áfram skaltu kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins, „Ráðumst að rótum spillingar“. Og ef þú hefur fengið miklu meira en nóg af þessu sukki og siðleysi geturðu látið það álit þitt í ljós með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti: Kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. september sl. sagði: „Almenningur á Íslandi hefur töluvert sterkari hugmyndir en aðrir Norðurlandabúar um að auðmagn móti tækifærin. Þá telja Íslendingar að pólitísk tengsl hér á landi séu sérlega mikilvæg og eru á pari við Rússa í þeim skoðunum. Miðað við nágrannalönd Íslendinga eru óvenjumargir hér á landi sem telja að pólitísk sambönd skipti miklu máli fyrir tækifærin í lífinu. Ísland líkist meira Rússlandi en Norðurlöndunum hvað þetta viðhorf varðar. Þetta kemur fram í Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni sem kynnt verður í dag.“ Transparency International, alþjóðleg samtök gegn spillingu, birtu 28. janúar sl. niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims árið 2020. Spillingarvísitala Íslands hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár og gerði það líka milli áranna 2019 og 2020. Danmörk er allra efst á listanum nú með 88 stig af 100 mögulegum (0 þýðir mikil spilling en 100 þýðir lítil spilling). Finnland og Svíþjóð eru þar í þriðja sæti með 85 stig og Noregur í sjöunda sæti með 84 stig. Ísland er hins vegar í 17. sæti á listanum með 75 stig en var með 78 stig á listanum árið 2019 og í 11. sæti þá. Niðurstaða mælingarinnar á Íslandi er því mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ísland er með öðrum orðum langspilltast allra Norðurlandanna. Svona er staðan hér á landi 13 árum eftir bankahrun og búsáhaldabyltingu! Svona er nú staðan 5 árum eftir birtingu Panamaskjalanna þar sem íslenskir stjórnmálamenn og auðmenn vöktu heimsathygli fyrir mikinn vilja sinn til að fela auðinn í útlendum skattaskjólum! Hélstu að þetta yrði svona? Viltu svona samfélagi? Ef þú vilt ekki að íslenskt samfélag sé svona og verði svona áfram skaltu kynna þér stefnu Sósíalistaflokksins, „Ráðumst að rótum spillingar“. Og ef þú hefur fengið miklu meira en nóg af þessu sukki og siðleysi geturðu látið það álit þitt í ljós með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti: Kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar