Bára vill ekki gefa upp hvort um er að ræða nemendur og/eða kennara en samkvæmt heimildum Vísis hefur að minnsta kosti einn kennari greinst og eitt foreldri.
Allir kennarar 6. bekkjar og fleiri starfsmenn tengdir árganginum voru sendir í sóttkví. Að nemendum meðtöldum er um að ræða í kringum 70 einstaklinga. Þá voru fleiri settir í smitgát en þeir hafa allir lokið skimun.
Sóttkví 6. bekkjar lýkur á föstudag þegar hópurinn fer í Covid-próf.
Að sögn Báru hefur þess verið freistað að halda úti kennslu á netinu; nemendur „mæta“ kl. 9.15 og læra í um klukkustund og þá sé þeim veittur tími til að spyrja spurninga og eiga samræður við kennara. Þau séu einnig með heimaverkefni í íslensku og stærðfræði.