Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2021 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir. mynd/kvan.is „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“ KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira
Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06
Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00