Fagnaðarerindið Símon Vestarr skrifar 23. september 2021 06:01 Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Nei, bíddu … maður byrjar ekki sósíalistapistil svona. Eða jú, ég ætla bara víst að gera það: Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Ég tek svo stórt upp í mig að kalla þennan pistil „fagnaðarerindið“ af því að hún er loksins komin. Hver er komin? spyrðu undrandi. Maísólin, bræður og systur! Maísólin! Vetri sérhvers vinnandi manns er lokið og í dag skín maísólin okkar. Hún hefur alltaf verið svo óþægilega fjarlæg – alltaf á leiðinni að fara að koma „á morgun“ – en nú er hún komin. Hún er komin til mín og þín, bræður og systur! Og ekki misskilja mig. Þegar ég segi „bræður og systur“ er ég ekki bara að vísa til þeirra sem skarta sósíalistastjörnunni á fésbókarportrettinu og tóku þátt í að smíða þennan flokk frá grunni. Ekki er ég heldur aðeins að ávarpa sósíalista á heimsvísu sem lyftu því grettistaki að ná slyðruorðinu af sósíalistahugtakinu sem heimsveldin í vestri og austri tóku sameiginlegan þátt í að smyrja á það á tuttugustu öldinni. Ég takmarka ekki einu sinni fagnaðarboðskap minn við vinstrafólk almennt, þó svo að það fólk sé vissulega líklegra til að vera sammála mér um maísólina. Nei, við erum öll bræður og systur og maísólin er komin til okkar allra. Hún snerist aldrei um að hafa eitthvað af einum eða neinum og færa það öðrum. Hún snerist um að frelsa okkur öll úr viðjum rotinnar sjálfsdýrkunar – jafnt auðuga sem fátæka. Sósíalistar tala mikið um síðarnefnda hópinn, enda er fátækt á Íslandi fullkomlega óþörf. Afurð af fyrirkomulagi sem mokar gnægð lífsgæða undir einn hóp og útilokar annan. En kapítalisminn elur á gremju og sundrungu og þess vegna er maísólin fagnaðarefni fyrir hin auðugu líka. Þau eru bræður okkar og systur og ég ætla að ávarpa þau núna. Sæl og blessuð! Ef þú ert manneskja sem lifir á eignum sínum og hefur ráðstöfunarrétt yfir arðinum af fyrirhöfn annarra þá mun maísólin losa þig við þau andlegu þyngsli sem fylgja því að burðast með fjárfúlgur sem þú myndir ekki geta eytt þótt þú ætir gæsalifur í hvert mál á veitingahúsi við Champs-Élysées með Elton John í stólnum andspænis þér að syngja Goodbye Yellow-Brick Road. Og auðvitað samviskubitið. Játaðu það fyrir speglinum ef ekki neinum öðrum að þér líður ekki vel með að sumir líði skort á meðan þú hefur meira en þú gætir nokkur tíma notað. Þú er bróðir minn eða systir líka. Maísólin er lífsbjörg okkar en hún er líka sáluhjálp þín. Ef þú ert manneskja á háum launum þá hefurðu kannski meiri samkennd með hinum lægst launuðu og lífeyrisþegum sem líða skort og vilt að allir séu jafnöruggir og þú. Til hamingju, bróðir/systir! Maísólin er komin! Hvað meina ég með þessu? Meina ég að fyrirmyndarland útópískra hugsuða eða hið stéttlausa samfélag sem Marx eða Bakúnín sáu fyrir sér sé orðið að veruleika? Auðvitað ekki. Meina ég að jöfnuður og félagslegt réttlæti sé komið á langþráða endastöð? Svo sannarlega ekki. Þegar ég segi að maísólin sé komin þá meina ég að áðurnefndum vetri sérhverrar vinnandi eða óvinnufærrar manneskju sé lokið. Ísinn er ekki bráðnaður en þíðan er hafin. Þetta gerðist hægt eftir hrunið og janúarbyltinguna. Hægar en við hefðum viljað. En smám saman varð fólk meðvitaðra um spillingareðli kapítalismans, verkalýðshreyfingin vaknaði til stéttarvitundar og flokkur undir fána sósíalismans er kominn á kjörseðilinn. Vorið er ekki endalok eða fullkomnun hlýnunarskeiðs heldur upphaf þess. Maísólin segir okkur ekki að kapítalisminn sé liðinn undir lok. Hún segir okkur einfaldlega að byltingin sé hafin og að ekkert muni geta stöðvað hana. Fögnum þessu, bræður og systur! Jafnaðarsamfélagið er ekki bara kosturinn sem samviskan býður okkur að velja heldur það eina sem skynsemin getur skrifað upp á. Enginn hefur neitt að óttast frá sósíalistum. Þaðan af síst einn af uppáhalds rithöfundum mínum þegar ég var um tvítugt – Hallgrímur Helgason. Svar mitt við hræðsluáróðri hans um ímyndaðar alræðistilhneigingar sósíalista er eftirfarandi skilaboð: Tuttugasta öldin hringdi og vildi fá kaldastríðs-moggabullið sitt til baka. Þú ert bróðir minn í baráttunni fyrir betra samfélagi, Hallgrímur. Ekki gleyma því í þættinum Kratar vs. Kommar (í raunveruleikaseríunni Kosningabarátta). Ég skal ekki fullyrða að allir í röðum sósíalista hafi forðast persónuárásir í málefnadeilum við þig og okkur ber auðvitað að varast slíkt. En að smyrja á okkur stalínisma er fyrir neðan þína virðingu. Sérstaklega núna, þegar maísól skín í heiði og nýtt skeið er runnið upp. Við launafólk höfum engu að tapa öðru en hlekkjum okkar og heila veröld að vinna. Hættum öllu auðvaldsdaðri og skilum rauðu á kjördag. XJ er eina vitið. Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símon Vestarr Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Nei, bíddu … maður byrjar ekki sósíalistapistil svona. Eða jú, ég ætla bara víst að gera það: Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Ég tek svo stórt upp í mig að kalla þennan pistil „fagnaðarerindið“ af því að hún er loksins komin. Hver er komin? spyrðu undrandi. Maísólin, bræður og systur! Maísólin! Vetri sérhvers vinnandi manns er lokið og í dag skín maísólin okkar. Hún hefur alltaf verið svo óþægilega fjarlæg – alltaf á leiðinni að fara að koma „á morgun“ – en nú er hún komin. Hún er komin til mín og þín, bræður og systur! Og ekki misskilja mig. Þegar ég segi „bræður og systur“ er ég ekki bara að vísa til þeirra sem skarta sósíalistastjörnunni á fésbókarportrettinu og tóku þátt í að smíða þennan flokk frá grunni. Ekki er ég heldur aðeins að ávarpa sósíalista á heimsvísu sem lyftu því grettistaki að ná slyðruorðinu af sósíalistahugtakinu sem heimsveldin í vestri og austri tóku sameiginlegan þátt í að smyrja á það á tuttugustu öldinni. Ég takmarka ekki einu sinni fagnaðarboðskap minn við vinstrafólk almennt, þó svo að það fólk sé vissulega líklegra til að vera sammála mér um maísólina. Nei, við erum öll bræður og systur og maísólin er komin til okkar allra. Hún snerist aldrei um að hafa eitthvað af einum eða neinum og færa það öðrum. Hún snerist um að frelsa okkur öll úr viðjum rotinnar sjálfsdýrkunar – jafnt auðuga sem fátæka. Sósíalistar tala mikið um síðarnefnda hópinn, enda er fátækt á Íslandi fullkomlega óþörf. Afurð af fyrirkomulagi sem mokar gnægð lífsgæða undir einn hóp og útilokar annan. En kapítalisminn elur á gremju og sundrungu og þess vegna er maísólin fagnaðarefni fyrir hin auðugu líka. Þau eru bræður okkar og systur og ég ætla að ávarpa þau núna. Sæl og blessuð! Ef þú ert manneskja sem lifir á eignum sínum og hefur ráðstöfunarrétt yfir arðinum af fyrirhöfn annarra þá mun maísólin losa þig við þau andlegu þyngsli sem fylgja því að burðast með fjárfúlgur sem þú myndir ekki geta eytt þótt þú ætir gæsalifur í hvert mál á veitingahúsi við Champs-Élysées með Elton John í stólnum andspænis þér að syngja Goodbye Yellow-Brick Road. Og auðvitað samviskubitið. Játaðu það fyrir speglinum ef ekki neinum öðrum að þér líður ekki vel með að sumir líði skort á meðan þú hefur meira en þú gætir nokkur tíma notað. Þú er bróðir minn eða systir líka. Maísólin er lífsbjörg okkar en hún er líka sáluhjálp þín. Ef þú ert manneskja á háum launum þá hefurðu kannski meiri samkennd með hinum lægst launuðu og lífeyrisþegum sem líða skort og vilt að allir séu jafnöruggir og þú. Til hamingju, bróðir/systir! Maísólin er komin! Hvað meina ég með þessu? Meina ég að fyrirmyndarland útópískra hugsuða eða hið stéttlausa samfélag sem Marx eða Bakúnín sáu fyrir sér sé orðið að veruleika? Auðvitað ekki. Meina ég að jöfnuður og félagslegt réttlæti sé komið á langþráða endastöð? Svo sannarlega ekki. Þegar ég segi að maísólin sé komin þá meina ég að áðurnefndum vetri sérhverrar vinnandi eða óvinnufærrar manneskju sé lokið. Ísinn er ekki bráðnaður en þíðan er hafin. Þetta gerðist hægt eftir hrunið og janúarbyltinguna. Hægar en við hefðum viljað. En smám saman varð fólk meðvitaðra um spillingareðli kapítalismans, verkalýðshreyfingin vaknaði til stéttarvitundar og flokkur undir fána sósíalismans er kominn á kjörseðilinn. Vorið er ekki endalok eða fullkomnun hlýnunarskeiðs heldur upphaf þess. Maísólin segir okkur ekki að kapítalisminn sé liðinn undir lok. Hún segir okkur einfaldlega að byltingin sé hafin og að ekkert muni geta stöðvað hana. Fögnum þessu, bræður og systur! Jafnaðarsamfélagið er ekki bara kosturinn sem samviskan býður okkur að velja heldur það eina sem skynsemin getur skrifað upp á. Enginn hefur neitt að óttast frá sósíalistum. Þaðan af síst einn af uppáhalds rithöfundum mínum þegar ég var um tvítugt – Hallgrímur Helgason. Svar mitt við hræðsluáróðri hans um ímyndaðar alræðistilhneigingar sósíalista er eftirfarandi skilaboð: Tuttugasta öldin hringdi og vildi fá kaldastríðs-moggabullið sitt til baka. Þú ert bróðir minn í baráttunni fyrir betra samfélagi, Hallgrímur. Ekki gleyma því í þættinum Kratar vs. Kommar (í raunveruleikaseríunni Kosningabarátta). Ég skal ekki fullyrða að allir í röðum sósíalista hafi forðast persónuárásir í málefnadeilum við þig og okkur ber auðvitað að varast slíkt. En að smyrja á okkur stalínisma er fyrir neðan þína virðingu. Sérstaklega núna, þegar maísól skín í heiði og nýtt skeið er runnið upp. Við launafólk höfum engu að tapa öðru en hlekkjum okkar og heila veröld að vinna. Hættum öllu auðvaldsdaðri og skilum rauðu á kjördag. XJ er eina vitið. Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar