Þrjár spurningar um framtíðina Bjarni Benediktsson skrifar 23. september 2021 08:00 Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við. Þú getur líka valið úr fjölmörgum smáflokkum sem ætla að kollvarpa þessari stefnu. Þeir gefa allir út loforðalista sem fjármagna skal með skuldsetningu og skattahækkunum og geta myndað til þess alls kyns fimm flokka samsetningar. Það mun setja allan stöðugleika í uppnám. Valið á laugardaginn er skýrt og mun hafa bein áhrif á okkar daglega líf. 1. Hvernig þróast matarkarfan? Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín. Skattarnir hafa lækkaðog verðbólgan verið lág. Tollar og vörugjöld hafa verið afnumin, verslun er frjálsari, tryggingagjaldið hefur lækkað og álögur á fyrirtæki minnkað. Þetta getur allt breyst mjög hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði. 2. Verða afborganirnar hærri eða lægri? Tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. Útgjaldalistinn sem nú er lofað mun hækka vextina aftur. Afborganirnar munu hækka með. 3. Skattahækkanir eða skattalækkanir? Við höfum lækkað skatta verulega - mest á þá sem lægst hafa launin. Við munum halda því áfram. Fyrir vikið hefur fólk meira milli handanna og fyrirtækjum gengur betur. Nýjum störfum og spennandi tækifærum fer hratt fjölgandi. Þetta mun breytast ef skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki verða aftur lausn allra vandamála, eins og við munum frá tíð síðustu vinstri stjórnar. Stjórnar sem stóð fyrir á annað hundrað skattahækkunum. Valið er skýrt Það er ekki hægt að senda reikninginn fyrir loforðalistunum frá sér og láta einhvern annan borga. Við þurfum öll að borga fyrir ábyrgðarleysi með hærri afborgunum um mánaðamótin, í hærri sköttum á launaseðlinum og í hærra verði á kassanum úti í búð. Þess vegna lofum við ábyrgð og stöðugleika ofar öllu öðru. Atkvæði greitt öðrum en Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt auknum líkum á fjölflokka vinstristjórn. Sleppum óvissuferðinni og höldum áfram á réttri braut. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við. Þú getur líka valið úr fjölmörgum smáflokkum sem ætla að kollvarpa þessari stefnu. Þeir gefa allir út loforðalista sem fjármagna skal með skuldsetningu og skattahækkunum og geta myndað til þess alls kyns fimm flokka samsetningar. Það mun setja allan stöðugleika í uppnám. Valið á laugardaginn er skýrt og mun hafa bein áhrif á okkar daglega líf. 1. Hvernig þróast matarkarfan? Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín. Skattarnir hafa lækkaðog verðbólgan verið lág. Tollar og vörugjöld hafa verið afnumin, verslun er frjálsari, tryggingagjaldið hefur lækkað og álögur á fyrirtæki minnkað. Þetta getur allt breyst mjög hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði. 2. Verða afborganirnar hærri eða lægri? Tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. Útgjaldalistinn sem nú er lofað mun hækka vextina aftur. Afborganirnar munu hækka með. 3. Skattahækkanir eða skattalækkanir? Við höfum lækkað skatta verulega - mest á þá sem lægst hafa launin. Við munum halda því áfram. Fyrir vikið hefur fólk meira milli handanna og fyrirtækjum gengur betur. Nýjum störfum og spennandi tækifærum fer hratt fjölgandi. Þetta mun breytast ef skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki verða aftur lausn allra vandamála, eins og við munum frá tíð síðustu vinstri stjórnar. Stjórnar sem stóð fyrir á annað hundrað skattahækkunum. Valið er skýrt Það er ekki hægt að senda reikninginn fyrir loforðalistunum frá sér og láta einhvern annan borga. Við þurfum öll að borga fyrir ábyrgðarleysi með hærri afborgunum um mánaðamótin, í hærri sköttum á launaseðlinum og í hærra verði á kassanum úti í búð. Þess vegna lofum við ábyrgð og stöðugleika ofar öllu öðru. Atkvæði greitt öðrum en Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt auknum líkum á fjölflokka vinstristjórn. Sleppum óvissuferðinni og höldum áfram á réttri braut. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun