Tryggjum öruggt og barnvænt umhverfi Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2021 07:46 Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta. Í samtölum mínum við kjósendur finn ég að áhersla þeirra er á fjölskylduna og hvernig fjölskyldum landsins verði tryggt að þær búi við öruggt og barnvænt umhverfi. Umhverfi þar sem allir einstaklingar geti hafist til þroska og búið um leið við öryggi og áhyggjuleysi. Þetta kann að virðast sjálfsagt og við erum sem samfélag stöðugt að setja okkur markmið þar um og skrifa undir yfirlýsingar og samninga sem eiga að tryggja rétt barna og unglinga. Við vitum líka að þarna getur orðið misbrestur á og því erum við, sem höfum áhuga á málefnum fjölskyldunnar, að gefa kost á okkur. Það er því miður svo að margar hættur steðja að og foreldrar eiga oft í mestu vandræðum með að vernda og styðja við börn sín samfara öðrum áskorunum sem umhverfið leggur á þær, svo sem þegar kemur að vinnu, íbúðakaupum og almennt að tryggja efnahagslega velferð fjölskyldunnar. Öruggt umhverfi fyrir börn Öruggt og barnvænt umhverfi getur falist í mörgu. Meðal annars því að tryggja að fólk geti gengið óáreitt um götur og átt heilbrigð samskipti við annað fólk án þess að óttast um öryggi sitt. Að börnin geti alist upp í heilbrigðu umhverfi þar sem þau geta ferðast örugg um þegar þau hafa aldur til eins og ég naut í minni barnæsku. En við sjáum víða blikur á lofti og breytingar hafa átt sér stað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fréttir fjölmiðla segja okkur þessa sögu, skýrslur opinberra aðila og síðast en ekki síst skýrslur greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem meðal annars fjalla um ört vaxandi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Þær upplýsingar einar og sér eru sláandi og gefa vísbendingu um að það sem við teljum bundið við erlend borgarhverfi getur allt eins gerst hér. Það er óskiljanlegt að þessar upplýsingar hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki hvað síst Miðflokksins, til að efna til umræðu um innihaldið. Vaxandi umsvif erlendra glæpagengja við innflutning og sölu fíkniefna, misnotkun hælisleitendakerfisins, mansal og margt annað sem við getum ekki sætt okkur við að viðgangist (og aukist) í íslensku samfélagi kallar á viðbrögð. Aukum löggæslu Við höfum talað fyrir því að auka öryggi borgaranna og tryggja þannig umfram annað velferð barna og unglinga. Því höfum við í Miðflokknum lagt áherslu á það að setja á fót sérstaka löggæsludeild til að taka á við brotastarfsemi og auka um leið öryggisgæslu í öllum hverfum borgarinnar. Slík deild gæti þannig orðið að öflugu liði með nægan mannafla, tækjabúnað, þekkingu, tækni, úrræði, samstarf við sams konar lögreglu í nágrannalöndunum og annað sem þarf til að takast á við þessa miklu ógn. Þetta er dæmi um verkefni sem mun spara miklu meira fyrir samfélagið en það kostar og tryggir um leið að ef hætta steðjar að borgurum þá geti þeir fengið aðstoð strax. Svo ekki sé minnst á þau verðmæti sem felast í því að tryggja öryggi og forða sem flestum frá fíkniefnaneyslu og annarri ánauð. Þannig teljum við að eigi að standa að málum til að tryggja öruggt og barnvænt umhverfi. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Félagsmál Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu fær maður tækifæri til að kynnast fólki sem nálgast mann með hin ýmsu málefni. Velferðarmálin eru mér mjög hugleikin því þar liggur áhugasvið mitt. Mér finnst því mjög áhugavert að fá meiri innsýn inn í þann málaflokk með því að ræða beint við kjósendur og hlusta á hvað þeim liggur á hjarta. Í samtölum mínum við kjósendur finn ég að áhersla þeirra er á fjölskylduna og hvernig fjölskyldum landsins verði tryggt að þær búi við öruggt og barnvænt umhverfi. Umhverfi þar sem allir einstaklingar geti hafist til þroska og búið um leið við öryggi og áhyggjuleysi. Þetta kann að virðast sjálfsagt og við erum sem samfélag stöðugt að setja okkur markmið þar um og skrifa undir yfirlýsingar og samninga sem eiga að tryggja rétt barna og unglinga. Við vitum líka að þarna getur orðið misbrestur á og því erum við, sem höfum áhuga á málefnum fjölskyldunnar, að gefa kost á okkur. Það er því miður svo að margar hættur steðja að og foreldrar eiga oft í mestu vandræðum með að vernda og styðja við börn sín samfara öðrum áskorunum sem umhverfið leggur á þær, svo sem þegar kemur að vinnu, íbúðakaupum og almennt að tryggja efnahagslega velferð fjölskyldunnar. Öruggt umhverfi fyrir börn Öruggt og barnvænt umhverfi getur falist í mörgu. Meðal annars því að tryggja að fólk geti gengið óáreitt um götur og átt heilbrigð samskipti við annað fólk án þess að óttast um öryggi sitt. Að börnin geti alist upp í heilbrigðu umhverfi þar sem þau geta ferðast örugg um þegar þau hafa aldur til eins og ég naut í minni barnæsku. En við sjáum víða blikur á lofti og breytingar hafa átt sér stað, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Fréttir fjölmiðla segja okkur þessa sögu, skýrslur opinberra aðila og síðast en ekki síst skýrslur greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem meðal annars fjalla um ört vaxandi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Þær upplýsingar einar og sér eru sláandi og gefa vísbendingu um að það sem við teljum bundið við erlend borgarhverfi getur allt eins gerst hér. Það er óskiljanlegt að þessar upplýsingar hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki hvað síst Miðflokksins, til að efna til umræðu um innihaldið. Vaxandi umsvif erlendra glæpagengja við innflutning og sölu fíkniefna, misnotkun hælisleitendakerfisins, mansal og margt annað sem við getum ekki sætt okkur við að viðgangist (og aukist) í íslensku samfélagi kallar á viðbrögð. Aukum löggæslu Við höfum talað fyrir því að auka öryggi borgaranna og tryggja þannig umfram annað velferð barna og unglinga. Því höfum við í Miðflokknum lagt áherslu á það að setja á fót sérstaka löggæsludeild til að taka á við brotastarfsemi og auka um leið öryggisgæslu í öllum hverfum borgarinnar. Slík deild gæti þannig orðið að öflugu liði með nægan mannafla, tækjabúnað, þekkingu, tækni, úrræði, samstarf við sams konar lögreglu í nágrannalöndunum og annað sem þarf til að takast á við þessa miklu ógn. Þetta er dæmi um verkefni sem mun spara miklu meira fyrir samfélagið en það kostar og tryggir um leið að ef hætta steðjar að borgurum þá geti þeir fengið aðstoð strax. Svo ekki sé minnst á þau verðmæti sem felast í því að tryggja öryggi og forða sem flestum frá fíkniefnaneyslu og annarri ánauð. Þannig teljum við að eigi að standa að málum til að tryggja öruggt og barnvænt umhverfi. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar