Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 25-22 | Hafnfirðingar höfðu betur gegn Gróttu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. september 2021 22:24 Ásbjörn Friðriksson hefur lengi verið leiðtogi í liði FH. vísir/vilhelm FH-ingar tóku á móti Gróttu í 2. umferð Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar voru með yfirhöndina bróðurpart leiksins þrátt fyrir ágætis áhlaup Gróttumanna. Lokatölur 25-22. Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að finna rammann á fyrstu mínútum leiksins og kom ekki fyrsta markið fyrr en eftir tæplega 5 mínútur. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðung leiksins en þá fóru FH-ingar hægt og rólega að auka forskotið. Staðan þá 7-5. Gróttumenn létu ekki deigan síga og reyndu að halda í við þá eftir bestu getu. FH-ingar séttu þá í fimmta gír og þegar um 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 12-8. Arnar Daði, þjálfari Gróttu, tekur þá leikhlé og reynir að stappa stálinu í sína menn. Um mínútu seinna barbar Gunnar Dan í slánna og fiskar víti. Kollegi hans, Andri Þór fer á vítapunktinn og barbar yfir. Leikhlé Arnars Daða virtist ekki hafa kveikt nægilega í Gróttumönnum og var 5 marka munur á liðunum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 14-9. FH-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og juku forskotið hægt og rólega. Þegar um stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 19-13. Þá ofbauð Arnari Daða og tók hann leikhlé. Einhverju virðist hann hafa hvíslað í eyrað á Lúðvík Thorberg sem skoraði strax eftir leikhléið og gerði sér svo lítið fyrir og skoraði fjögur mörk til viðbótar og stóð uppi sem markahæsti leikamaður Gróttu. Gróttumenn náðu að minnka muninn niður í tvö mörk þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir. Það dugði ekki til og unnu FH-ingar með þremur mörkum 25-21. Afhverju vann FH? FH-ingar voru bara sterkari aðilinn í kvöld. Þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta leik þá voru þeir betri en Grótta og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH voru það Jakob Martin, Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson atkvæða mestir með 4 mörk hvor. Phil Döhler var góður í markinu með 14 bolta varða, 39% markvörslu. Hjá Gróttu var það Lúðvík Thorberg Bergmann atkvæðamestur með 5 mörk og skapaði nokkur góð færi. Andri Þór Helgasson var með 4 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson var góður í markinu með 16 bolta varða, 39% markvörslu. Hvað gekk illa? 7 á 6 spil Gróttu kom í bakið á þeim. Þeir voru í ágætisstöðu að minnka muninn en voru á fá á sig mörk þvert yfir völlinn og í tómt markið. Hvað gerist næst? FH eiga leik í 1. umferð á móti Selfossi á þriðjudaginn 28. september kl 19:30 á Selfossi. Grótta fær Fram í heimsókn í 3. umferð mánudaginn 11. október kl 18:00. Sigursteinn Arndal: Við þurfum að vera heilt yfir agaðri Sigursteinn Arndal, þjálfari FHVísir: Vilhelm „Ég er ánægður með stigin tvö en ég er ekkert rosalega ánægður með frammistöðuna,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH eftir þriggja marka sigur á móti Gróttu í kvöld. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku FH sagði Sigursteinn þetta: „Mér fannst við alltof oft frekar sloppy. Við áttum alveg tækifæri að gera út um þennan leik en gerðum það ekki og ég er ósáttur við það en mjög sáttur með stigin. Það vantaði bara upp á nokkra þætti hjá okkur og það verður bara unnið í því og betrum bætt.“ Næsti leikur er á móti Selfossi og vill Sigursteinn sjá FH-inga agaðri. „Svo ég missi mig ekki í neikvæðni þá voru góðir punktar inn á milli en við vorum of sloppy og við þurfum að herða á nokkrum hlutum. Við þurfum að vera heilt yfir agaðri.“ FH Grótta Olís-deild karla
FH-ingar tóku á móti Gróttu í 2. umferð Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar voru með yfirhöndina bróðurpart leiksins þrátt fyrir ágætis áhlaup Gróttumanna. Lokatölur 25-22. Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að finna rammann á fyrstu mínútum leiksins og kom ekki fyrsta markið fyrr en eftir tæplega 5 mínútur. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðung leiksins en þá fóru FH-ingar hægt og rólega að auka forskotið. Staðan þá 7-5. Gróttumenn létu ekki deigan síga og reyndu að halda í við þá eftir bestu getu. FH-ingar séttu þá í fimmta gír og þegar um 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 12-8. Arnar Daði, þjálfari Gróttu, tekur þá leikhlé og reynir að stappa stálinu í sína menn. Um mínútu seinna barbar Gunnar Dan í slánna og fiskar víti. Kollegi hans, Andri Þór fer á vítapunktinn og barbar yfir. Leikhlé Arnars Daða virtist ekki hafa kveikt nægilega í Gróttumönnum og var 5 marka munur á liðunum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 14-9. FH-ingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og juku forskotið hægt og rólega. Þegar um stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan 19-13. Þá ofbauð Arnari Daða og tók hann leikhlé. Einhverju virðist hann hafa hvíslað í eyrað á Lúðvík Thorberg sem skoraði strax eftir leikhléið og gerði sér svo lítið fyrir og skoraði fjögur mörk til viðbótar og stóð uppi sem markahæsti leikamaður Gróttu. Gróttumenn náðu að minnka muninn niður í tvö mörk þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir. Það dugði ekki til og unnu FH-ingar með þremur mörkum 25-21. Afhverju vann FH? FH-ingar voru bara sterkari aðilinn í kvöld. Þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta leik þá voru þeir betri en Grótta og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH voru það Jakob Martin, Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson atkvæða mestir með 4 mörk hvor. Phil Döhler var góður í markinu með 14 bolta varða, 39% markvörslu. Hjá Gróttu var það Lúðvík Thorberg Bergmann atkvæðamestur með 5 mörk og skapaði nokkur góð færi. Andri Þór Helgasson var með 4 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson var góður í markinu með 16 bolta varða, 39% markvörslu. Hvað gekk illa? 7 á 6 spil Gróttu kom í bakið á þeim. Þeir voru í ágætisstöðu að minnka muninn en voru á fá á sig mörk þvert yfir völlinn og í tómt markið. Hvað gerist næst? FH eiga leik í 1. umferð á móti Selfossi á þriðjudaginn 28. september kl 19:30 á Selfossi. Grótta fær Fram í heimsókn í 3. umferð mánudaginn 11. október kl 18:00. Sigursteinn Arndal: Við þurfum að vera heilt yfir agaðri Sigursteinn Arndal, þjálfari FHVísir: Vilhelm „Ég er ánægður með stigin tvö en ég er ekkert rosalega ánægður með frammistöðuna,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH eftir þriggja marka sigur á móti Gróttu í kvöld. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku FH sagði Sigursteinn þetta: „Mér fannst við alltof oft frekar sloppy. Við áttum alveg tækifæri að gera út um þennan leik en gerðum það ekki og ég er ósáttur við það en mjög sáttur með stigin. Það vantaði bara upp á nokkra þætti hjá okkur og það verður bara unnið í því og betrum bætt.“ Næsti leikur er á móti Selfossi og vill Sigursteinn sjá FH-inga agaðri. „Svo ég missi mig ekki í neikvæðni þá voru góðir punktar inn á milli en við vorum of sloppy og við þurfum að herða á nokkrum hlutum. Við þurfum að vera heilt yfir agaðri.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti