Vill halda fund með samfélagsmiðlafyrirtækjum til að berjast gegn kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 17:33 Romelu Lukaku vill að samfélagsmiðlafyrirtæki taki harðar á kynþáttafordómum. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, segir að leikmenn geti gert mun meira í baráttunni gegn kynþáttafordómum en bara að taka hné fyrir leiki. Hann vill að samfélagsmiðlafyrirtæki og leikmenn hittist og ræði hvað sé hægt að gera. Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira