Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir skrifar 24. september 2021 09:30 Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Afleiðingar af slíkri vegferð yrðu meðal annars hækkandi vextir og í versta falli einnig aukið atvinnuleysi. Þessar auglýsingar um tengingu krónunnar við Evru eru því markleysa enda byggja þær á misskilningi um vald peningastefnunnar og samspil launa og verðlags í hagkerfinu og áhrif útflutningsgreinanna þar á. Auglýsingar Viðreisnar hljóta að vera ætlaðar annari þjóð en Íslendingum en óvarlegt væri að sýna þær í Grikklandi, þar vita þeir vita betur þegar kemur að evrunni. Þetta vitum við sem höfum fylgst grannt með undanfarin ár t.d. á vettvangi Heimssýnar þar sem ég sat í stjórn í mörg ár og var um skeið formaður. Ásgeir Jónsson frændi minn og seðlabankastjóri hefur nú tekið að sér að leiðrétta þessa vitleysu. Hann segir að hugmyndir um að festa íslensku krónuna við evruna, líkt og Viðreisn er með á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, séu „að einhverju leyti vanhugsaðar“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti. Þetta sagði Ásgeir á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fór fram í lok síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur rakið. Seðlabankastjóri segir í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru enda þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu. Til þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti fullkomin sátt og samkomulag að ríkja við verkalýðsfélögin um að heimta ekki meiri launahækkanir en gerist í Evrópu. Einnig yrði ríkisstjórnin að byggja fjárlög út frá því að halda jafnvægi á genginu. Jafnvel þó þessir þættir næðust, sagði seðlabankastjóri, þá yrði enn óöruggt hvort fastgengisstefnan myndi ganga upp, meðal annars vegna hættunnar á að spákaupmenn ráðist á gengið. Viðreisn leggur í sinni stefnuskrá til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum. Flokkurinn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, vegna lægri vaxta, vöruverðs og þjónustukostnaðar sem fylgja þeirri gjaldeyrisstefnu. Um þetta sagði seðlabankastjóri á fundinum: „Það er alls ekki víst að við fengjum sömu vexti, við gætum fengið hærri vexti, við myndum þurfa að hækka vexti til þess að verja gengið,“ sagði Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við erum búin að vera með í 20 ár yfir í þetta [fyrirkomulag],“ sagði Ásgeir í frétt Viðskiptablaðsins. Þarf frekari vitnanna við. Það er ljóst að mitt fyrsta verk sem þingmanns verður að kría út kaffibolla með frænda mínum og ræða málin. Betur færi að fleiri hlýddu á hanns varnaðarorð! Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Íslenska krónan Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í undangenginni kosningabaráttu hefur sérstaklega einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, gert að kosningamáli að leggja af sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna okkar, og tengja hana við Evru með einhverjum kúnstum sem meðal annars myndu kalla á að Evrópski Seðlabankinn myndi þurfa að sniðganga eigin reglur. Afleiðingar af slíkri vegferð yrðu meðal annars hækkandi vextir og í versta falli einnig aukið atvinnuleysi. Þessar auglýsingar um tengingu krónunnar við Evru eru því markleysa enda byggja þær á misskilningi um vald peningastefnunnar og samspil launa og verðlags í hagkerfinu og áhrif útflutningsgreinanna þar á. Auglýsingar Viðreisnar hljóta að vera ætlaðar annari þjóð en Íslendingum en óvarlegt væri að sýna þær í Grikklandi, þar vita þeir vita betur þegar kemur að evrunni. Þetta vitum við sem höfum fylgst grannt með undanfarin ár t.d. á vettvangi Heimssýnar þar sem ég sat í stjórn í mörg ár og var um skeið formaður. Ásgeir Jónsson frændi minn og seðlabankastjóri hefur nú tekið að sér að leiðrétta þessa vitleysu. Hann segir að hugmyndir um að festa íslensku krónuna við evruna, líkt og Viðreisn er með á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar, séu „að einhverju leyti vanhugsaðar“ og kalli jafnvel á hærri stýrivexti. Þetta sagði Ásgeir á Reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) sem fór fram í lok síðustu viku og Viðskiptablaðið hefur rakið. Seðlabankastjóri segir í rauninni ómögulegt fyrir Seðlabankann að halda fastgengi við evru enda þyrfti þá að heita öllum gjaldeyrisforðanum til að viðhalda fastgenginu. Til þess að þetta gæti orðið að veruleika þyrfti fullkomin sátt og samkomulag að ríkja við verkalýðsfélögin um að heimta ekki meiri launahækkanir en gerist í Evrópu. Einnig yrði ríkisstjórnin að byggja fjárlög út frá því að halda jafnvægi á genginu. Jafnvel þó þessir þættir næðust, sagði seðlabankastjóri, þá yrði enn óöruggt hvort fastgengisstefnan myndi ganga upp, meðal annars vegna hættunnar á að spákaupmenn ráðist á gengið. Viðreisn leggur í sinni stefnuskrá til að Ísland geri tvíhliða samning við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum. Flokkurinn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, vegna lægri vaxta, vöruverðs og þjónustukostnaðar sem fylgja þeirri gjaldeyrisstefnu. Um þetta sagði seðlabankastjóri á fundinum: „Það er alls ekki víst að við fengjum sömu vexti, við gætum fengið hærri vexti, við myndum þurfa að hækka vexti til þess að verja gengið,“ sagði Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við erum búin að vera með í 20 ár yfir í þetta [fyrirkomulag],“ sagði Ásgeir í frétt Viðskiptablaðsins. Þarf frekari vitnanna við. Það er ljóst að mitt fyrsta verk sem þingmanns verður að kría út kaffibolla með frænda mínum og ræða málin. Betur færi að fleiri hlýddu á hanns varnaðarorð! Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun