Samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 24. september 2021 11:46 Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sveitarstjórnarmál Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun