Samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 24. september 2021 11:46 Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sveitarstjórnarmál Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar