Umfjöllun: KA/Þór - Stjarnan 27-26 | Íslandsmeistararnir með fullt hús eftir tvær umferðir Árni Gísli Magnússon skrifar 25. september 2021 19:28 Íslandsmeistararnir KA/Þór hafa unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. Mikill hraði var í leiknum strax frá byrjun og skiptust liðin á að skora. Gestirnir byrjuðu þó eilítið betur og voru einu til tveimur mörkum yfir til að byrja með. Þá tók Andri Snær, þjálfari KA/Þór, leikhlé um miðbik fyrri hálfleiks og virtist það virka vel á stelpurnar sem gáfu þónokkuð í og voru með eins marks forskot í hálfleik. Seinni hálfleikur fór nokkuð jafnt á stað en um miðbik síðari hálfleiks kom mjög góður kafli hjá KA/Þór. Þær fengu þá m.a. þrjú hraðaupphlaup á örskömmum tíma sem að Rakel Sara nýtti vel. Stjarnan var að fara illa með boltann í sóknarleiknum á þessum tíma og breyttu heimakonur því stöðunni úr 16-14 í 21-14 á einungis sex mínútum. Tinna Húnbjörg kom inn í markið hjá Stjörnunni á þessum tíma og varði gríðarlega vel. Darija hafði varið vel í þeim fyrri en slaknaði aðeins og fékk Tinna því tækifærið sem hún nýtti vel. KA/Þór hélt svo 4.-5. marka forskoti lengi vel. Þær voru fjórum mörkum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en slökuðu alltof mikið á og áttu léleg skot og töpuðu boltanum í hverri einustu sókn sem gerði það að verkum að Stjörnukonur geystust upp völlinn og skoruðu og minnkuðu muninn að lokum í eitt mark. Lengra komust þær ekki og KA/Þór fór með eins marks sigur af hólmi. Af hverju vann KA/Þór? Þær sýndu mikið betri leik en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær breyttu stöðunni úr 16-14 í 21-14 á rúmum þremur mínútum um miðbik hálfleiksins þar sem þær voru að fá góð hraðaupplhaup en Stjarnan var á þessum tíma að tapa boltanum illa. Leikurinn vannst í raun þarna. Hverjar stóðu upp úr? Rakel Sara Elvarsdóttir endaði markahæst í liði KA/Þór með 6 mörk, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. Ásdís Guðmundsdóttir nýtti færin sín vel á línunni og var með fjögur mörk úr fjórum skotum.Martha Hermannsdóttir skilar alltaf sínu og var góð í bæði vörn og sókn í dag og stýrði liði sínu með glæsibrag. Hjá Stjörnunni var Eva Björk með 9 mörk, þar af fjögur úr vítum. Þar á eftir kemur Lena Margrét með 5 mörk en hún var mjög ógnandi og áræðin allan leikinn. Markvarslan hjá Stjörnunni var virkilega góð og vörðu þær Darija Zecevic og Tinna Húnbjörg samanlegt 22 skot og voru báðar með hátt í 50% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Stjörnunni gekk hræðilega í nokkrar mínútur í seinni hálfleik sem var nóg til þess að tapa leiknum. Það er oft talað um slæman kafla í handbolta, en Stjörnukonur áttu mjög slæman kafla og misstu leikinn algjörlega frá sér með lélegum sóknarleik og töpuðum boltanum trekk í trekk. Vörnin hjá þeim var ekki nægilega sterk sem sést á því að þær tapa leiknum með aðeins einu marki en markmenn þeirra verja 10 fleiri skot en markamaður KA/Þór.KA/Þór gekk illa að klára leikinn en þær misstu hann niður í eitt mark eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir en það slapp fyrir horn. Hvað gerist næst? KA/Þór er komið í undanúrslit í Coca-Cola bikarnum þar sem þær mæta FH í Laugardalshöll á fimmtudaginn kemur kl. 20:30. Stjörnukonur eru dottnar út úr bikarnum og er því smá frí framundan hjá þeim. Þær mæta Aftureldingu að Varmá fimmtudaginn 16. október. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan
Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu eins marks sigur þegar að Stjarnan kom í heimsókn norður í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 27-26, en liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils. Mikill hraði var í leiknum strax frá byrjun og skiptust liðin á að skora. Gestirnir byrjuðu þó eilítið betur og voru einu til tveimur mörkum yfir til að byrja með. Þá tók Andri Snær, þjálfari KA/Þór, leikhlé um miðbik fyrri hálfleiks og virtist það virka vel á stelpurnar sem gáfu þónokkuð í og voru með eins marks forskot í hálfleik. Seinni hálfleikur fór nokkuð jafnt á stað en um miðbik síðari hálfleiks kom mjög góður kafli hjá KA/Þór. Þær fengu þá m.a. þrjú hraðaupphlaup á örskömmum tíma sem að Rakel Sara nýtti vel. Stjarnan var að fara illa með boltann í sóknarleiknum á þessum tíma og breyttu heimakonur því stöðunni úr 16-14 í 21-14 á einungis sex mínútum. Tinna Húnbjörg kom inn í markið hjá Stjörnunni á þessum tíma og varði gríðarlega vel. Darija hafði varið vel í þeim fyrri en slaknaði aðeins og fékk Tinna því tækifærið sem hún nýtti vel. KA/Þór hélt svo 4.-5. marka forskoti lengi vel. Þær voru fjórum mörkum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en slökuðu alltof mikið á og áttu léleg skot og töpuðu boltanum í hverri einustu sókn sem gerði það að verkum að Stjörnukonur geystust upp völlinn og skoruðu og minnkuðu muninn að lokum í eitt mark. Lengra komust þær ekki og KA/Þór fór með eins marks sigur af hólmi. Af hverju vann KA/Þór? Þær sýndu mikið betri leik en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær breyttu stöðunni úr 16-14 í 21-14 á rúmum þremur mínútum um miðbik hálfleiksins þar sem þær voru að fá góð hraðaupplhaup en Stjarnan var á þessum tíma að tapa boltanum illa. Leikurinn vannst í raun þarna. Hverjar stóðu upp úr? Rakel Sara Elvarsdóttir endaði markahæst í liði KA/Þór með 6 mörk, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum. Ásdís Guðmundsdóttir nýtti færin sín vel á línunni og var með fjögur mörk úr fjórum skotum.Martha Hermannsdóttir skilar alltaf sínu og var góð í bæði vörn og sókn í dag og stýrði liði sínu með glæsibrag. Hjá Stjörnunni var Eva Björk með 9 mörk, þar af fjögur úr vítum. Þar á eftir kemur Lena Margrét með 5 mörk en hún var mjög ógnandi og áræðin allan leikinn. Markvarslan hjá Stjörnunni var virkilega góð og vörðu þær Darija Zecevic og Tinna Húnbjörg samanlegt 22 skot og voru báðar með hátt í 50% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Stjörnunni gekk hræðilega í nokkrar mínútur í seinni hálfleik sem var nóg til þess að tapa leiknum. Það er oft talað um slæman kafla í handbolta, en Stjörnukonur áttu mjög slæman kafla og misstu leikinn algjörlega frá sér með lélegum sóknarleik og töpuðum boltanum trekk í trekk. Vörnin hjá þeim var ekki nægilega sterk sem sést á því að þær tapa leiknum með aðeins einu marki en markmenn þeirra verja 10 fleiri skot en markamaður KA/Þór.KA/Þór gekk illa að klára leikinn en þær misstu hann niður í eitt mark eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir en það slapp fyrir horn. Hvað gerist næst? KA/Þór er komið í undanúrslit í Coca-Cola bikarnum þar sem þær mæta FH í Laugardalshöll á fimmtudaginn kemur kl. 20:30. Stjörnukonur eru dottnar út úr bikarnum og er því smá frí framundan hjá þeim. Þær mæta Aftureldingu að Varmá fimmtudaginn 16. október.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti