Valið er skýrt Bjarni Benediktsson skrifar 25. september 2021 08:00 Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin. Hærri laun, lægri skattar og léttari afborganir Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Launin hafa hækkað og skattarnir lækkað. Tugir þúsunda Íslendinga hafa endurfjármagnað húsnæðislánin með lægri vöxtum og léttari afborgunum. Í úttekt GRI sem birt var í vikunni kemur fram að það sé best að eldast á Íslandi, þriðja árið í röð. Það land er vandfundið þar sem fólk býr við jafn mikinn kaupmátt, jöfnuður er óvíða meiri og tækifærunum fer stöðugt fjölgandi. Tækifærin í vandamálunum Okkur gengur vel, en við höfum líka ótal tækifæri til að gera enn betur. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa. Til að það sé hægt þurfum við hins vegar frjálst og öflugt atvinnulíf. Kjörin verða ekki bætt með því að hækka skatta, umbylta stjórnarskránni eða skuldsetja komandi kynslóðir fyrir útblásnum loforðum. Árangurinn næst ekki undir forystu fólks sem ávallt sér vandamál í tækifærunum, frekar en tækifæri í vandamálunum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina kjölfestan sem kemur í veg fyrir fjölflokka vinstristjórn. Gerum gott samfélag enn betra Með Sjálfstæðisflokkinn í forystu munum við halda áfram að lækka skatta, bæta kjörin og byggja umhverfi þar sem fyrirtækin okkar blómstra, geta fjölgað starfsfólki og borgað hærri laun. Við ætlum að styrkja okkar dýrmæta heilbrigðiskerfi með öflugu samstarfi hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við munum áfram sækja fram af krafti í loftslagsmálum og ætlum að verða fyrst í heiminum til að skipta alfarið úr olíu í rafmagn og aðra innlenda orkugjafa. Markmiðin eru skýr og lausnirnar raunhæfar. Sígandi lukka, stöðugleiki og ábyrgð. Þar liggur lykillinn að farsælli framtíð. Með bjartsýni og trú á framtíðina að vopni gerum við gott samfélag enn betra. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag veljum við hvernig samfélag við ætlum að byggja næstu fjögur árin. Allt frá 2013 hefur það verið verkefni mitt á hverjum degi að vinna að aukinni velferð Íslendinga, greiða niður skuldir ríkissjóðs og viðhalda stöðugleikanum sem öllu skiptir fyrir heimilin og fyrirtækin. Hærri laun, lægri skattar og léttari afborganir Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Launin hafa hækkað og skattarnir lækkað. Tugir þúsunda Íslendinga hafa endurfjármagnað húsnæðislánin með lægri vöxtum og léttari afborgunum. Í úttekt GRI sem birt var í vikunni kemur fram að það sé best að eldast á Íslandi, þriðja árið í röð. Það land er vandfundið þar sem fólk býr við jafn mikinn kaupmátt, jöfnuður er óvíða meiri og tækifærunum fer stöðugt fjölgandi. Tækifærin í vandamálunum Okkur gengur vel, en við höfum líka ótal tækifæri til að gera enn betur. Við þurfum að halda áfram að bæta kjör þeirra sem höllustum fæti standa. Til að það sé hægt þurfum við hins vegar frjálst og öflugt atvinnulíf. Kjörin verða ekki bætt með því að hækka skatta, umbylta stjórnarskránni eða skuldsetja komandi kynslóðir fyrir útblásnum loforðum. Árangurinn næst ekki undir forystu fólks sem ávallt sér vandamál í tækifærunum, frekar en tækifæri í vandamálunum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina kjölfestan sem kemur í veg fyrir fjölflokka vinstristjórn. Gerum gott samfélag enn betra Með Sjálfstæðisflokkinn í forystu munum við halda áfram að lækka skatta, bæta kjörin og byggja umhverfi þar sem fyrirtækin okkar blómstra, geta fjölgað starfsfólki og borgað hærri laun. Við ætlum að styrkja okkar dýrmæta heilbrigðiskerfi með öflugu samstarfi hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Við munum áfram sækja fram af krafti í loftslagsmálum og ætlum að verða fyrst í heiminum til að skipta alfarið úr olíu í rafmagn og aðra innlenda orkugjafa. Markmiðin eru skýr og lausnirnar raunhæfar. Sígandi lukka, stöðugleiki og ábyrgð. Þar liggur lykillinn að farsælli framtíð. Með bjartsýni og trú á framtíðina að vopni gerum við gott samfélag enn betra. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun