Fetti sig fyrir agndofa áhorfendur á Höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2021 20:03 Valli ber hreifann upp að andlitinu á bryggjunni í morgun. Lilja Jóhannesdóttir Rostungurinn Valli mætti enn og aftur á bryggjuna á Höfn í Hornafirði í morgun. Börn í bænum hafa tekið við hann ástfóstri - og gárungar velta því upp hvort hann sé kominn að taka út alþingiskosningarnar. Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur. Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Fjöldi bæjarbúa hefur lagt leið sína niður á bryggju til að berja rostunginn fræga augum í dag - og þó að þetta sé í þriðja sinn sem Valli hlammar sér í höfnina virðist áhugi á honum ekkert hafa dvínað. „Ein móðir var að segja frá börnunum sínum sem eru búin að prenta út mynd af honum, þanig að börnin eru spennt fyrir þessu sem er gaman,“ segir Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Valli synti síðast út úr höfninni á þriðjudag en sást svo í Skarðsfirði austan við Höfn í fyrradag. „Ég hugsa að hann komi þarna upp til að hvílast, þetta er flotbryggja sem hann er á sem er kannski i takt við það búsvæði sem hann dvelur á, fljótandi ís,“ segir Lilja. Áhuginn á rostungnum Valla er enn mikill.Lilja Jóhannesdóttir Og Valli hefur einmitt að mestu legið flatur á bryggjunni í dag. Hann vakti því mikla lukku þegar hann fetti sig skyndilega fyrir áhorfendur og bar hreifann upp að andlitinu, eins og hann væri að sitja fyrir á mynd. Lilja segir ógjörning að spá fyrir um hvað framtíð Valla beri í skauti sér. „Maður vonar bara að hann fari að halda áfram norður og hitti sína líka og finni góðan stað fyrir veturinn.“ En er eitthvað hægt að lesa í það að Valli hafi mætt rétt áður en kjörstaðir opnuðu á Höfn? „Ýmsir svona hafa verið að gantast með það að það séu tengsl þar á milli, en það er kannski fremur ólíklegt,“ segir Lilja og hlær. Myndirnar af rostungnum frá því í dag sem fylgja fréttinni tóku Þröstur Jóhannsson hafnarvörður á Höfn og Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur.
Rostungurinn Valli Hornafjörður Dýr Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira