Innlent

Hlýddi mömmu og skellti sér með bjór á kjörstað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zakarías með bjórinn á leið á kjörstað.
Zakarías með bjórinn á leið á kjörstað. Vísir

Zakarías Friðriksson var á meðal þeirra sem skelltu sér á kjörstað í Smáranum í dag. Zakarías er harður stuðningsmaður Breiðabliks og skaust af leik sinna manna gegn HK í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag til að kjósa.

„Þetta verður random. Ég ætla að loka augunum og negla niður einhverju,“ sagði Zakarías í dag. Ekki sterkar skoðanir á hver fengi hans atkvæði í Kraganum.

„Ég hef ekki grænan. Ég er að flýta mér því mamma segir alltaf að ég eigi að nýta mér kosningaréttinn,“ sagði Zakarías heiðarlegur. Mamma veit best.

Hann var á hraðferð, með bjór í hönd, enda mikilvægur fótboltaleikur í gangi. Inn og út verkefni, hann ætlaði ekki að staldra lengi við í kjörklefanum.

„Tíu sekúndur ef ekki minna,“ sagði Zakarías og fékk sér sopa af bjórnum. Aðspurður sagðist hann ætla að taka bjórinn með í kjörklefann.

Elísabet Inga Sigurðardóttir tók kjósendur tali í Smáranum í dag.

Klippa: Fæstir búnir að gera upp hug sinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×