Inga snortin yfir stuðningnum: „Ég er nú ekki að fara að skæla eins og áður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2021 00:23 Inga Sæland var í gleðivímu þegar hún mætti í kosningasjónvarp Stöðvar 2. Samkvæmt fyrstu tölum er Flokkur fólksins með 11,7 prósent atkvæða á landsvísu. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hæstánægð með þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir, og hefur komið fram í nýjustu tölum í kvöld. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður voru kynntar fyrir stuttu þar sem flokkurinn fékk 7,6 prósent atkvæða sem búið er að telja. Samkvæmt þessu mun Tómas A. Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og hann er betur þekktur, komast inn á þing fyrir flokkinn en hann er í oddvitasæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Ég er alveg ofurglöð, ofurglöð. Ég er bara snortin, ég verð að segja það. Ég er nú ekki að fara að skæla eins og einhvern tíma áður en ég er ofboðslega snortin yfir öllu þessu,“ sagði Inga þegar fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður bárust. Inga segist hæstánægð með fyrstu tölur. „Miðað við skoðanakannanir þá hlýt ég að vera það. Þær hafa ekki alltaf verið okkur hliðhollar í Flokki fólksins, hvorki fyrir þessar kosningar né þær síðustu en við erum vön að finna mótbyr. Þannig að við gleðjumst líka alltaf þegar við finnum þennan mikla meðbyr og í rauninni allan tímann núna í þessari kosningabaráttu, sem er búin að vera stutt og snörp, þá verð ég að segja að ég hef aldrei fundið aðra eins hlýju, umhyggju og hvatningu,“ sagði Inga þegar hún kíkti til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, í kosningavakt Stöðvar 2. „Ég bar þá von í brjósti að ég skynjaði það rétt að fólkið okkar væri að fara að halda utan um okkur og væri að fara að hlusta á það sem við höfum að segja.“ Flokkur fólksins hefur eins og áður segir verið að raka að sér atkvæðum og er á blússandi siglingu eins og Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, sagði fyrr í kvöld. Miðflokkurinn hefur ekki verið eins sigursæll það sem af er kvöldi en tveir þingmenn Flokks fólksins gengu til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu. Er þetta sæt hefnd? „Ég er ekki að hefna mín á þeim, alls ekki en ég held að kjósendur, þetta er náttúrulega okkar lýðræðisdagur, þetta er algjörlega í höndum kjósenda og þau eru að velja og segja hvað þau vilja,“ svarar Inga. Þú ert snortin af þessum fyrstu tölum? „Auðvitað hlýt ég að vera það, það er gríðarleg ábyrgð sem ég finn fyrir akkúrat núna ef þetta verður niðurstaða kosninganna, sem við erum að horfa upp á samkvæmt fyrstu tölum, þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér, virkilega farið að stíga fram og farið að gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir. Ég veit að fólkið okkar og allir vita að við erum sönn. Það vita það allir sem vita vilja,“ segir Inga. Værir þú til í að gangast til liðs við ríkisstjórnina ef þú kæmist í þá stöðu? „Eins og ég hef sagt alla kosningabaráttuna þá er það okkar prinsippmál, sem er að útrýma fátækt, og við höfum ekkert kvikað frá því. Við erum sönn og við meinum það sem við segjum og segjum bara það sem við meinum og ef ríkisstjórnin er tilbúin að ganga til liðs við okkur hvað það varðar þá erum við til í hvað sem er en númer eitt, tvö og þrjú ætlum við að útrýma fátækt og hjálpa fólkinu okkar.“ Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður voru kynntar fyrir stuttu þar sem flokkurinn fékk 7,6 prósent atkvæða sem búið er að telja. Samkvæmt þessu mun Tómas A. Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og hann er betur þekktur, komast inn á þing fyrir flokkinn en hann er í oddvitasæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Ég er alveg ofurglöð, ofurglöð. Ég er bara snortin, ég verð að segja það. Ég er nú ekki að fara að skæla eins og einhvern tíma áður en ég er ofboðslega snortin yfir öllu þessu,“ sagði Inga þegar fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður bárust. Inga segist hæstánægð með fyrstu tölur. „Miðað við skoðanakannanir þá hlýt ég að vera það. Þær hafa ekki alltaf verið okkur hliðhollar í Flokki fólksins, hvorki fyrir þessar kosningar né þær síðustu en við erum vön að finna mótbyr. Þannig að við gleðjumst líka alltaf þegar við finnum þennan mikla meðbyr og í rauninni allan tímann núna í þessari kosningabaráttu, sem er búin að vera stutt og snörp, þá verð ég að segja að ég hef aldrei fundið aðra eins hlýju, umhyggju og hvatningu,“ sagði Inga þegar hún kíkti til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, í kosningavakt Stöðvar 2. „Ég bar þá von í brjósti að ég skynjaði það rétt að fólkið okkar væri að fara að halda utan um okkur og væri að fara að hlusta á það sem við höfum að segja.“ Flokkur fólksins hefur eins og áður segir verið að raka að sér atkvæðum og er á blússandi siglingu eins og Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, sagði fyrr í kvöld. Miðflokkurinn hefur ekki verið eins sigursæll það sem af er kvöldi en tveir þingmenn Flokks fólksins gengu til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu. Er þetta sæt hefnd? „Ég er ekki að hefna mín á þeim, alls ekki en ég held að kjósendur, þetta er náttúrulega okkar lýðræðisdagur, þetta er algjörlega í höndum kjósenda og þau eru að velja og segja hvað þau vilja,“ svarar Inga. Þú ert snortin af þessum fyrstu tölum? „Auðvitað hlýt ég að vera það, það er gríðarleg ábyrgð sem ég finn fyrir akkúrat núna ef þetta verður niðurstaða kosninganna, sem við erum að horfa upp á samkvæmt fyrstu tölum, þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér, virkilega farið að stíga fram og farið að gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir. Ég veit að fólkið okkar og allir vita að við erum sönn. Það vita það allir sem vita vilja,“ segir Inga. Værir þú til í að gangast til liðs við ríkisstjórnina ef þú kæmist í þá stöðu? „Eins og ég hef sagt alla kosningabaráttuna þá er það okkar prinsippmál, sem er að útrýma fátækt, og við höfum ekkert kvikað frá því. Við erum sönn og við meinum það sem við segjum og segjum bara það sem við meinum og ef ríkisstjórnin er tilbúin að ganga til liðs við okkur hvað það varðar þá erum við til í hvað sem er en númer eitt, tvö og þrjú ætlum við að útrýma fátækt og hjálpa fólkinu okkar.“
Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira