Gunnar Smári sagður hafa rekið glæsilega kosningabaráttu fyrir Ingu Sæland Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 11:43 Inga Sæland í öruggum höndum á leiðinni í kosningasjónvarp Stöðvar 2 í gær. Vísir/vilhelm Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar telur ekki ólíklegt að Flokkur fólksins hafi notið góðs af kosningabaráttu Sósíalistaflokksins. Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15