Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en Kristófer Ingi byrjaði á bekknum fyrir SønderjyskE. Tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks kom Jón Dagur heimamönnum í 1-0 eftir stoðsendingu frá Mustapha Bundu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja.
DAGUR!!!! 1-0 #agfsje pic.twitter.com/K4O1EB8E8K
— AGF LIVE (@AgfLive) September 27, 2021
Kristófer Ingi kom inn á sem varamaður þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka, en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur AGF sem er nú í sjöunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir tíu leiki. SønderjyskE situr í 11. sæti með fjórum stigum minna.