Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 08:48 Ford hefur þegar lagt aukna áherslu á rafbíla í verksmiðjum sínum í Texas og Michigan. Nú stendur til að spýta í lófanum með risafjárfestingu í Tennessee og Kentucky. Vísir/EPA Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Fjármunirnir verða notaðir til þess að reisa stærstu verksmiðju fyrirtækisins til þessa í Tennessee og tvær rafhlöðuverksmiðjur í Kentucky. Uppbyggingin á að skapa um 11.000 störf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verksmiðjurnar eiga að smíða fólksbíla og pallbíla fyrir bandaríska viðskiptavini. Jim Farley, forseti og forstjóri Ford, segir þetta stærstu fjárfestingu í sögu fyrirtækisins og að henni sé ætla að bæta framtíð Bandaríkjanna. Hlutfallslega fáir rafbílar eru komir í umferð í Bandaríkjunum. Aðeins um 2% rafbíla sem voru seldir í heiminum í fyrra voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendurnir sjálfir stefna að því að helmingur seldra bíla verði kolefnishlutlausir fyrir lok þessa áratugar. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnt að reglur um útblástur bifreiða verði hertar frá 2026. Á sama tíma vill Bandaríkjastjórn ráðast í uppbyggingu hleðslustöðva og bjóða almenningi hvata til að kaupa sér vistvænni bifreiðar. Óljóst er þó hvort að Bandaríkjaþing samþykki fjárveitingar til þess verkefnis. Atkvæðagreiðslur um innviðapakka Biden fara fram á þinginu á fimmtudag. Farley segir að Ford styðji frumvarpið. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármunirnir verða notaðir til þess að reisa stærstu verksmiðju fyrirtækisins til þessa í Tennessee og tvær rafhlöðuverksmiðjur í Kentucky. Uppbyggingin á að skapa um 11.000 störf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verksmiðjurnar eiga að smíða fólksbíla og pallbíla fyrir bandaríska viðskiptavini. Jim Farley, forseti og forstjóri Ford, segir þetta stærstu fjárfestingu í sögu fyrirtækisins og að henni sé ætla að bæta framtíð Bandaríkjanna. Hlutfallslega fáir rafbílar eru komir í umferð í Bandaríkjunum. Aðeins um 2% rafbíla sem voru seldir í heiminum í fyrra voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendurnir sjálfir stefna að því að helmingur seldra bíla verði kolefnishlutlausir fyrir lok þessa áratugar. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnt að reglur um útblástur bifreiða verði hertar frá 2026. Á sama tíma vill Bandaríkjastjórn ráðast í uppbyggingu hleðslustöðva og bjóða almenningi hvata til að kaupa sér vistvænni bifreiðar. Óljóst er þó hvort að Bandaríkjaþing samþykki fjárveitingar til þess verkefnis. Atkvæðagreiðslur um innviðapakka Biden fara fram á þinginu á fimmtudag. Farley segir að Ford styðji frumvarpið.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira