Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 08:48 Ford hefur þegar lagt aukna áherslu á rafbíla í verksmiðjum sínum í Texas og Michigan. Nú stendur til að spýta í lófanum með risafjárfestingu í Tennessee og Kentucky. Vísir/EPA Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Fjármunirnir verða notaðir til þess að reisa stærstu verksmiðju fyrirtækisins til þessa í Tennessee og tvær rafhlöðuverksmiðjur í Kentucky. Uppbyggingin á að skapa um 11.000 störf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verksmiðjurnar eiga að smíða fólksbíla og pallbíla fyrir bandaríska viðskiptavini. Jim Farley, forseti og forstjóri Ford, segir þetta stærstu fjárfestingu í sögu fyrirtækisins og að henni sé ætla að bæta framtíð Bandaríkjanna. Hlutfallslega fáir rafbílar eru komir í umferð í Bandaríkjunum. Aðeins um 2% rafbíla sem voru seldir í heiminum í fyrra voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendurnir sjálfir stefna að því að helmingur seldra bíla verði kolefnishlutlausir fyrir lok þessa áratugar. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnt að reglur um útblástur bifreiða verði hertar frá 2026. Á sama tíma vill Bandaríkjastjórn ráðast í uppbyggingu hleðslustöðva og bjóða almenningi hvata til að kaupa sér vistvænni bifreiðar. Óljóst er þó hvort að Bandaríkjaþing samþykki fjárveitingar til þess verkefnis. Atkvæðagreiðslur um innviðapakka Biden fara fram á þinginu á fimmtudag. Farley segir að Ford styðji frumvarpið. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjármunirnir verða notaðir til þess að reisa stærstu verksmiðju fyrirtækisins til þessa í Tennessee og tvær rafhlöðuverksmiðjur í Kentucky. Uppbyggingin á að skapa um 11.000 störf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verksmiðjurnar eiga að smíða fólksbíla og pallbíla fyrir bandaríska viðskiptavini. Jim Farley, forseti og forstjóri Ford, segir þetta stærstu fjárfestingu í sögu fyrirtækisins og að henni sé ætla að bæta framtíð Bandaríkjanna. Hlutfallslega fáir rafbílar eru komir í umferð í Bandaríkjunum. Aðeins um 2% rafbíla sem voru seldir í heiminum í fyrra voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendurnir sjálfir stefna að því að helmingur seldra bíla verði kolefnishlutlausir fyrir lok þessa áratugar. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnt að reglur um útblástur bifreiða verði hertar frá 2026. Á sama tíma vill Bandaríkjastjórn ráðast í uppbyggingu hleðslustöðva og bjóða almenningi hvata til að kaupa sér vistvænni bifreiðar. Óljóst er þó hvort að Bandaríkjaþing samþykki fjárveitingar til þess verkefnis. Atkvæðagreiðslur um innviðapakka Biden fara fram á þinginu á fimmtudag. Farley segir að Ford styðji frumvarpið.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent