Messi komst loks á blað er PSG lagði Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:55 Paris Saint-Germain v Manchester City: Group A - UEFA Champions League PARIS, FRANCE - SEPTEMBER 28: Lionel Messi of Paris Saint Germain during the UEFA Champions League group A match between Paris Saint-Germain and Manchester City at Parc des Princes on September 28, 2021 in Paris, France. (Photo by Chloe Knott - Danehouse/Getty Images) Lionel Messi opnaða markareikning sinn fyrir París Saint-Germain í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í París hófu tímabilið í deild þeirra bestu á óvæntu 1-1 jafntefli gegn Club Brugge á útivelli. Á sama tíma vann Man City 6-3 sigur á RB Leipzig í stórskemmtilegum leik. Leikur kvöldsins náði aldrei þeim hæðum en eftir að Gueye kom Parísarmönnum yfir þá pökkuðu þeir einfaldlega í vörn og treystu á snilli ítalska markvarðarins Gianluigi Donnarumma og argentíska snillingsins Lionel Messi. Idrissa Gana Gueye kom heimamönnum yfir í kvöld.EPA-EFE/YOAN VALAT Miðjumaðurinn Idrissa Gana Gueye virtist ætla að stela fyrirsögnunum en hann kom heimamönnum í PSG yfir strax á áttundu mínútu leiksins með þrumuskoti upp í hægri markvinkilinn úr vítateig gestanna. Bernardo Silva fékk eitt almesta dauðafæri sem sést hefur á knattspyrnuvellinum skömmu síðar. Raheem Sterling setti boltann þá í slánna og fylgdi Portúgalinn á eftir en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skófla honum í slánna þrátt fyrir að vera nánast inn í markinu. Bernardo Silva didn't score here pic.twitter.com/VjUGu63lHE— ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2021 Var það færi lýsandi fyrir leik Man City í kvöld en þegar liðið náði að opna vörn heimamanna þá virtist sem það væru álög á marki Donnarumma. Um miðbik síðari hálfleiks var svo komið að Lionel Messi. Hann fékk boltann úti hægra megin og óð í átt að marki, Messi gaf svo á Kylian Mbappé sem spilaði boltanum til baka og sá argentíski lét vaða úr D-boganum. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum þegar Messi fær skot af þessu færi: Boltinn söng í netinu og staðan orðin 2-0, reyndust það lokatölur leiksins. Neymar was hyped for Messi's debut goal pic.twitter.com/GVz8NaKKFV— B/R Football (@brfootball) September 28, 2021 PSG er þar með komið á topp A-riðils með fjögur stig líkt og Club Brugge sem vann óvæntan 2-1 útisigur á RB Leipzig í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Lionel Messi opnaða markareikning sinn fyrir París Saint-Germain í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Manchester City í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í París hófu tímabilið í deild þeirra bestu á óvæntu 1-1 jafntefli gegn Club Brugge á útivelli. Á sama tíma vann Man City 6-3 sigur á RB Leipzig í stórskemmtilegum leik. Leikur kvöldsins náði aldrei þeim hæðum en eftir að Gueye kom Parísarmönnum yfir þá pökkuðu þeir einfaldlega í vörn og treystu á snilli ítalska markvarðarins Gianluigi Donnarumma og argentíska snillingsins Lionel Messi. Idrissa Gana Gueye kom heimamönnum yfir í kvöld.EPA-EFE/YOAN VALAT Miðjumaðurinn Idrissa Gana Gueye virtist ætla að stela fyrirsögnunum en hann kom heimamönnum í PSG yfir strax á áttundu mínútu leiksins með þrumuskoti upp í hægri markvinkilinn úr vítateig gestanna. Bernardo Silva fékk eitt almesta dauðafæri sem sést hefur á knattspyrnuvellinum skömmu síðar. Raheem Sterling setti boltann þá í slánna og fylgdi Portúgalinn á eftir en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skófla honum í slánna þrátt fyrir að vera nánast inn í markinu. Bernardo Silva didn't score here pic.twitter.com/VjUGu63lHE— ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2021 Var það færi lýsandi fyrir leik Man City í kvöld en þegar liðið náði að opna vörn heimamanna þá virtist sem það væru álög á marki Donnarumma. Um miðbik síðari hálfleiks var svo komið að Lionel Messi. Hann fékk boltann úti hægra megin og óð í átt að marki, Messi gaf svo á Kylian Mbappé sem spilaði boltanum til baka og sá argentíski lét vaða úr D-boganum. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum þegar Messi fær skot af þessu færi: Boltinn söng í netinu og staðan orðin 2-0, reyndust það lokatölur leiksins. Neymar was hyped for Messi's debut goal pic.twitter.com/GVz8NaKKFV— B/R Football (@brfootball) September 28, 2021 PSG er þar með komið á topp A-riðils með fjögur stig líkt og Club Brugge sem vann óvæntan 2-1 útisigur á RB Leipzig í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.