Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:52 Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Vísir/Vilhelm Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. Fleiri hundruð skjálftar hafa mælst við fjallið Keili á Reykjanesi síðasta sólarhringinn. Skjálftarnir eru á fimm til sjö kílómetra dýpi og en sá stærsti reið yfir nú á tólfta tímanum í morgun, 3,5 að stærð. „Þetta er að raða sér á milli Litla-Hrúts og Keilis og er þarna nyrst við kvikuganginn. Það er spurning hvað þetta þýðir. Það eru auðvitað virk flekaskil þarna, hvort þetta sé bara eftirspenna þarna eða hvort að kvikan sé að færa sig í þessa átt. Það er eiginlega bara of snemmt að segja til um það, “segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa raðað sér á milli Kelis og Litlahrútar, sem er við nyrsta hluta kvikugangsins við Fagradalsfjall. Verði eldsuppkoma við Keili, og þar með norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, þá er líklegra að hraun renni í átt að Faxaflóa og þar með til Reykjanesbrautar. „En það er ekkert víst að kvikan myndi brjóta sér leið nær þarna eða hvort það yrði nær Litla-Hrút. Það er erfitt að segja til um það akkúrat núna ef það skyldi gerast.“ Landris heldur áfram við Öskju Þá hefur land risið við Öskju síðan í september. Landrisið hefur náð ellefu sentímetrum en því fylgir ekki óregulegir skjálftar. Er það rakið til kvikuumbrota á tveggja til þriggja kílometra dýpi. „Þetta er frekar venjulegt. Gerist hægt og rólega. Það þarf ekki endilega að þýða að það gerist á næstunni. Við sáum það í Fimmvörðuhálsgosinu að það tók um tíu, tuttugu ár að undirbúa sig. Það getur verið að það gerist eitthvað eftir mörg ár. Maður veit það ekki alveg. En svo má vel vera að það gerist eitthvað á næstunni. Það er erfitt að segja til um það,“ segir Lovísa Mjöll. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Fleiri hundruð skjálftar hafa mælst við fjallið Keili á Reykjanesi síðasta sólarhringinn. Skjálftarnir eru á fimm til sjö kílómetra dýpi og en sá stærsti reið yfir nú á tólfta tímanum í morgun, 3,5 að stærð. „Þetta er að raða sér á milli Litla-Hrúts og Keilis og er þarna nyrst við kvikuganginn. Það er spurning hvað þetta þýðir. Það eru auðvitað virk flekaskil þarna, hvort þetta sé bara eftirspenna þarna eða hvort að kvikan sé að færa sig í þessa átt. Það er eiginlega bara of snemmt að segja til um það, “segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa raðað sér á milli Kelis og Litlahrútar, sem er við nyrsta hluta kvikugangsins við Fagradalsfjall. Verði eldsuppkoma við Keili, og þar með norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, þá er líklegra að hraun renni í átt að Faxaflóa og þar með til Reykjanesbrautar. „En það er ekkert víst að kvikan myndi brjóta sér leið nær þarna eða hvort það yrði nær Litla-Hrút. Það er erfitt að segja til um það akkúrat núna ef það skyldi gerast.“ Landris heldur áfram við Öskju Þá hefur land risið við Öskju síðan í september. Landrisið hefur náð ellefu sentímetrum en því fylgir ekki óregulegir skjálftar. Er það rakið til kvikuumbrota á tveggja til þriggja kílometra dýpi. „Þetta er frekar venjulegt. Gerist hægt og rólega. Það þarf ekki endilega að þýða að það gerist á næstunni. Við sáum það í Fimmvörðuhálsgosinu að það tók um tíu, tuttugu ár að undirbúa sig. Það getur verið að það gerist eitthvað eftir mörg ár. Maður veit það ekki alveg. En svo má vel vera að það gerist eitthvað á næstunni. Það er erfitt að segja til um það,“ segir Lovísa Mjöll.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01
Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18
Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47