Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 18:31 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Vísir/Egill Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira