Aðeins Breiðablik hélt boltanum betur innan liðs en FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2021 07:01 Guðmundur Kristjánsson var sá leikmaður FH sem átti flestar sendingar í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Þegar tölfræði Pepsi Max deildar karla skoðuð er margt sem kemur á óvart. Það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart er að FH-ingar – sem enduðu í 6. sæti deildarinnar – héldu næstmest í boltann af öllum liðum deildarinnar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Lið Ólafs Jóhannessonar eru þekkt fyrir að spila boltanum vel sín á milli.Vísir/Hulda Margrét Það er vitað að Breiðablik vill spila þannig bolta að liðið heldur lengur, og betur, í boltann en önnur lið í Pepsi Max deild karla. Það sést vel þegar skoðað er hversu stóran hluta af leikjum sínum liðið hélt í boltann. Breiðablik var með boltann alls 63,7 prósent í sumar. Það er langt um meira en FH sem er nokkuð óvænt í 2. sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan sinna raða. FH liðið var með boltann 55 prósent af leikjum sínum í sumar. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson var sá leikmaður FH sem skilaði boltanum oftast á samherja er litið er á prósentu heppnaðra sendinga. Alls heppnuðust 90,47 prósent þeirra sendinga sem Guðmann reyndi í deildinni. Guðmann var eini leikmaður FH með yfir 90 prósent heppnaðar sendingar.Vísir/Vilhelm Logi Hrafn Róbertsson kom þar á eftir með 88,37 prósent heppnaðar sendingar á meðan markvörðurinn Gunnar Nielsen kláraði 87,3 prósent sendinga sinna. Guðmundur Kristjánsson átti flestar sendingar allra í FH-liðinu en hann gaf boltann 1205 sinnum í sumar. Rötuðu 86,3 prósent þeirra á samherja. Athygli vekur að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar í Íslandsmeistaraliði Víkings var aðeins með boltann 51,7 prósent leikja sinna í sumar. Svo virðist sem Arnar hafi breytt uppleggi sínu aðeins en undanfarin tvö tímabil hafa Víkingar reynt hvað þeir geta til að halda í boltann. Breytingin virðist hafa virkað ágætlega þar sem félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár og gæti enn unnið tvöfalt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Skagamenn eru í neðsta sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan liðs. Liðið var aðeins með boltann í 40,1 prósent leikja sinna í sumar. Hér að neðan má sjá töfluna heild sinni. Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1% Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Lið Ólafs Jóhannessonar eru þekkt fyrir að spila boltanum vel sín á milli.Vísir/Hulda Margrét Það er vitað að Breiðablik vill spila þannig bolta að liðið heldur lengur, og betur, í boltann en önnur lið í Pepsi Max deild karla. Það sést vel þegar skoðað er hversu stóran hluta af leikjum sínum liðið hélt í boltann. Breiðablik var með boltann alls 63,7 prósent í sumar. Það er langt um meira en FH sem er nokkuð óvænt í 2. sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan sinna raða. FH liðið var með boltann 55 prósent af leikjum sínum í sumar. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson var sá leikmaður FH sem skilaði boltanum oftast á samherja er litið er á prósentu heppnaðra sendinga. Alls heppnuðust 90,47 prósent þeirra sendinga sem Guðmann reyndi í deildinni. Guðmann var eini leikmaður FH með yfir 90 prósent heppnaðar sendingar.Vísir/Vilhelm Logi Hrafn Róbertsson kom þar á eftir með 88,37 prósent heppnaðar sendingar á meðan markvörðurinn Gunnar Nielsen kláraði 87,3 prósent sendinga sinna. Guðmundur Kristjánsson átti flestar sendingar allra í FH-liðinu en hann gaf boltann 1205 sinnum í sumar. Rötuðu 86,3 prósent þeirra á samherja. Athygli vekur að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar í Íslandsmeistaraliði Víkings var aðeins með boltann 51,7 prósent leikja sinna í sumar. Svo virðist sem Arnar hafi breytt uppleggi sínu aðeins en undanfarin tvö tímabil hafa Víkingar reynt hvað þeir geta til að halda í boltann. Breytingin virðist hafa virkað ágætlega þar sem félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár og gæti enn unnið tvöfalt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Skagamenn eru í neðsta sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan liðs. Liðið var aðeins með boltann í 40,1 prósent leikja sinna í sumar. Hér að neðan má sjá töfluna heild sinni. Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1% Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1%
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki