Tíræð kona á flótta vegna ákæru um aðild að hroðaverkum nasista Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2021 11:12 Réttarhöldin yfir Furchner áttu að hefjast í dag en var slegið á frest þegar hún mætti ekki. epa/Markus Schreiber Irmgard Furchner, 96 ára gömul þýsk kona, er nú á flótta en til stóð að hefja réttarhöld yfir henni í dag, þar sem hún hefur verið sökuð um aðild að fjöldamorðum í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni. „Ákærði er á flótta,“ sagði talsmaður dómstólsins í bænum Itzehoe í Schleswig-Holstein. „Hún yfirgaf heimili sitt snemma í morgun í leigubíl sem var ekið í átt að lestarstöð.“ Furchner er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í hroðaverkum nasista þegar hún var 18 ára gömul og starfaði sem ritari Paul-Werner Hoppe, sem var yfirmaður Stutthof-útrýmingarbúðanna. Furchner er sögð hafa ritað upp fyrirskipanir um aftökur sem Hoppe las upp fyrir hana, á árunum 1943 itl 1945. Ætlað er að um 11.412 einstaklingar hafi verið myrtir í búðunum á þessum tíma og var Hoppe dæmdur fyrir sinn þátt árið 1955. Furchner hafði óskað eftir því að réttarhöldin færu fram að henni fjarverandi en sá möguleiki er ekki til í þýskum lögum. Það þýðir sömuleiðis að ekki verður hægt að hefja þau fyrr en Furchner finnst. Stutthof-útrýmingarbúðunum hefur nú verið breytt í safn.epa/Piotr Wittman Á árum áður var mikið lagt upp úr því að finna og leiða fyrir dóm þá sem spiluðu stórt hlutverk í morðmaskínu nasista en eftir aldamót hafa saksóknarar beint sjónum sínum að þeim sem sinntu minni hlutverkum í útrýmingarbúðunum. Þannig var Oskar Groening dæmdur fyrir aðild sína árið 2016 en hans hlutverk var að hirða verðmæti af föngunum við komuna í Auschwitz. Þá féll dómur í máli Bruno D. í fyrra en hann starfaði sem vörður í Stutthof. Bruno var 93 þegar dómurinn féll en réttað var yfir honum í unglingadómstól, þar sem hann var undir lögaldri þegar glæpirnir áttu sér stað. Sömu sögu er að segja um Furchner. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
„Ákærði er á flótta,“ sagði talsmaður dómstólsins í bænum Itzehoe í Schleswig-Holstein. „Hún yfirgaf heimili sitt snemma í morgun í leigubíl sem var ekið í átt að lestarstöð.“ Furchner er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í hroðaverkum nasista þegar hún var 18 ára gömul og starfaði sem ritari Paul-Werner Hoppe, sem var yfirmaður Stutthof-útrýmingarbúðanna. Furchner er sögð hafa ritað upp fyrirskipanir um aftökur sem Hoppe las upp fyrir hana, á árunum 1943 itl 1945. Ætlað er að um 11.412 einstaklingar hafi verið myrtir í búðunum á þessum tíma og var Hoppe dæmdur fyrir sinn þátt árið 1955. Furchner hafði óskað eftir því að réttarhöldin færu fram að henni fjarverandi en sá möguleiki er ekki til í þýskum lögum. Það þýðir sömuleiðis að ekki verður hægt að hefja þau fyrr en Furchner finnst. Stutthof-útrýmingarbúðunum hefur nú verið breytt í safn.epa/Piotr Wittman Á árum áður var mikið lagt upp úr því að finna og leiða fyrir dóm þá sem spiluðu stórt hlutverk í morðmaskínu nasista en eftir aldamót hafa saksóknarar beint sjónum sínum að þeim sem sinntu minni hlutverkum í útrýmingarbúðunum. Þannig var Oskar Groening dæmdur fyrir aðild sína árið 2016 en hans hlutverk var að hirða verðmæti af föngunum við komuna í Auschwitz. Þá féll dómur í máli Bruno D. í fyrra en hann starfaði sem vörður í Stutthof. Bruno var 93 þegar dómurinn féll en réttað var yfir honum í unglingadómstól, þar sem hann var undir lögaldri þegar glæpirnir áttu sér stað. Sömu sögu er að segja um Furchner.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira